Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum. Í meginatriðum felst verkið í uppúrtekt og jöfnun grunns fyrir væntanlega byggingu, uppúrtekt og fyllingu undir bílastæði, aðkomuveg og íþróttavöll og að setja niður stofnlagnir og brunna á lóð fyrir regnvatn og fráveitu.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið:
Helgafellsskóli nýbygging, jarðvinna fyrir sökklum.
Í meginatriðum felst verkið í uppúrtekt og jöfnun grunns fyrir væntanlega byggingu, uppúrtekt og fyllingu undir bílastæði, aðkomuveg og íþróttavöll og að setja niður stofnlagnir og brunna á lóð fyrir regnvatn og fráveitu.
Helstu magntölur eru: Gröftur – uppúrtekt 16.800 m3 Losun klappar – fleigun 5.600 m3 Mold til geymslu á lóð 1.600 m3 Fyllingar 1.800 m3
Verkinu er skipt í tvo áfanga:
Áfanga 1 skal að fullu lokið 1. febrúar 2017
Áfanga 2 skal að fullu lokið 1. apríl 2017
Útboðsgögn á geisladiski verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með hádegi þriðjudaginn 1. nóvember 2016.
Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en fimmtudaginn 17. nóvember 2016 kl. 11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.