Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 1-2. áfangi, jarðvinna, aðkomuvegur og lagnir“.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: „Vatnstankur í Úlfarsfellshlíðum, 1-2. áfangi, jarðvinna, aðkomuvegur og lagnir“.
Ráðgert er að framkvæmdinni verði skipti í nokkra áfanga. Verkið sem nú er boðið út er 1. áfangi og 2. áfangi verksins. Í framhaldi af verkinu sem nú er unnið í áföngum 1 og 2 mun síðar bætast við áfangi 3 þar sem fyrirhugað er að reisa vatnstankinn.
Helstu verkþættir eru:
1. áfangi verksins er vegagerð í tengslum við lagningu 1 km vinnuvegar frá Skarhólabraut að fyrirhuguðum vatnstanki. Auk þess er innifalin jarðvinna fyrir fyrirhugaðan vatnstank.
2. áfangi verksins er lagning lagna og strengja frá Skarhólabraut og að fyrirhuguðum vatnstanki.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur fyrir aðkomuveg – 4400m³
- Gröftur fyrir vatnstank – 5700m³
- Gröftur fyrir veitulögnum – 2700m³
- Bergskering fyrir aðkomuveg – 800m³
- Bergskering fyrir vatnstanki – 4200m³
- Fyllingar – 3700m³
- Styrktarlag – 3100m³
- Mulningur – 3800m²
- Ræsi og frágangur – 3 stk
- Fráveitulagnir – 700m
Verkinu skal að fullu lokið 3. apríl 2020.
Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með kl. 10:00 á þriðjudeginum 9. júlí 2019.
Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 16. ágúst 2019 kl.13:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.