Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júní 2016

    Utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla vegna for­seta­kosn­ing­anna sem verða 25. júní er hafin, átta vik­um fyr­ir kjör­dag. Fyrst um sinn verð­ur at­kvæða­greiðsla hjá sýslu­mönn­um um land allt á skrif­stof­um eða úti­bú­um þeirra á aug­lýst­um af­greiðslu­tíma. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­ur kos­ið á virk­um dög­um milli 8:30 og 15:00 í Skóg­ar­hlíð og Bæj­ar­hrauni. Um helg­ar milli 12 og 14 í Skóg­ar­hlíð 6. Frá og með 9. júní verð­ur at­kvæða­greiðsl­an í Perlunni í Öskju­hlíð. Upp­lýs­ing­ar um hvenær er opið hjá sýslu­mönn­um má finna á vef þeirra.

    Utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðsla vegna for­seta­kosn­ing­anna sem verða 25. júní er hafin, átta vik­um fyr­ir kjör­dag. Fyrst um sinn verð­ur at­kvæða­greiðsla hjá sýslu­mönn­um um land allt á skrif­stof­um eða úti­bú­um þeirra á aug­lýst­um af­greiðslu­tíma. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu verð­ur kos­ið á virk­um dög­um milli 8:30 og 15:00 í Skóg­ar­hlíð og Bæj­ar­hrauni. Um helg­ar milli 12 og 14 í Skóg­ar­hlíð 6. 

    Frá og með 9. júní verð­ur at­kvæða­greiðsl­an í Perlunni í Öskju­hlíð. Upp­lýs­ing­ar um hvenær er opið hjá sýslu­mönn­um má finna á vef þeirra

    Kjör for­seta Ís­lands 25. júní 2016
    Kjör­tíma­bil for­seta Ís­lands renn­ur út 31. júlí 2016. Í sam­ræmi við lög skal for­seta­kjör fyr­ir næsta fjög­urra ára tíma­bil fara fram laug­ar­dag­inn 25. júní 2016. Hér á vef Inn­an­ríks­i­ráðu­neyt­is­ins má m.a. finna leið­bein­ing­ar fyr­ir kjós­end­ur um fram­kvæmd kosn­ing­anna, helstu dag­setn­ing­ar, kosn­inga­rétt og fleira.
     


    Kjós­anda er heim­ilt að greiða at­kvæði utan kjör­fund­ar frá og með 30. apríl 2016 til kjör­dags 25. júní 2016.

    Kjós­anda er heim­ilt að greiða at­kvæði utan kjör­fund­ar frá og með 30. apríl 2016 til kjör­dags 25. júní 2016.

    • Er­lend­is, á skrif­stofu sendi­ráðs eða fasta­nefnd­ar hjá al­þjóða­stofn­un, í send­iræð­is­skrif­stofu eða í skrif­stofu kjör­ræð­is­manns sam­kvæmt nán­ari ákvörð­un ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið get­ur þó ákveð­ið að at­kvæða­greiðsla utan kjör­fund­ar fari fram á öðr­um stöð­um er­lend­is. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið ann­ast af­greiðslu kjör­gagna til kjör­stjóra er­lend­is og aug­lýs­ir hvar og hvenær at­kvæða­greiðsla geti far­ið fram. Vef­ur ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is

    • Á sjúkra­hús­um, dval­ar­heim­il­um aldr­aðra, stofn­un­um fyr­ir fatlað fólk og í fang­els­um. Kjós­anda, sem er til með­ferð­ar á sjúkra­húsi eða vist­mað­ur þar, eða er heim­ils­mað­ur á dval­ar­heim­ili aldr­aðra eða stofn­un fyr­ir fatlað fólk, er heim­ilt að greiða at­kvæði á stofn­un­inni. Hið sama gild­ir um fang­elsi og vist­menn þeirra. Slík at­kvæða­greiðsla skal fara fram á þeim tíma sem kjör­stjóri ákveð­ur, á sjúkra­húsi sem næst kjör­degi, að höfðu sam­ráði við stjórn stofn­un­ar. Hún má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þrem­ur vik­um fyr­ir kjör­dag, laug­ar­dag­inn 4. júní 2016. Leið­bein­ing­ar um fram­kvæmd utan­kjör­fund­ar­at­kvæða­greiðslu sjúkra o.fl. 

    • Í heima­húsi. Kjós­anda, sem ekki get­ur sótt kjörf­und á kjör­degi vegna sjúk­dóms, fötl­un­ar eða barns­burð­ar, er heim­ilt að greiða at­kvæði í heima­húsi nema hann eigi kost á að greiða at­kvæði á stofn­un, sam­an­ber fram­an­greint. Ósk um að greiða at­kvæði í heima­húsi skal vera skrif­leg og studd vott­orði lögráða manns um hagi kjós­and­ans. Slík at­kvæða­greiðsla má þó ekki fara fram fyrr en í fyrsta lagi þrem­ur vik­um fyr­ir kjör­dag, laug­ar­dag­inn 4. júní 2016, en ósk um at­kvæða­greiðslu í heima­húsi verð­ur að bera fram við hlut­að­eig­andi kjör­stjóra eigi síð­ar en fjór­um dög­um fyr­ir kjör­dag, þriðju­dag­inn 21. júní 2016, fyr­ir klukk­an 16. 

    Nán­ar um at­kvæða­greiðslu utan kjör­fund­ar á kosn­ing­ar­vef Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins

     


     

    At­kvæða­greiðsla utan kjör­fund­ar á hjúkr­un­ar­heim­il­um og sjúkra­hús­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

    Sýslu­mað­ur­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur sent frá sér frétta­til­kynn­ingu um at­kvæða­greiðslu utan kjör­fund­ar á hjúkr­un­ar­heim­il­um og sjúkra­hús­um vegna for­seta­kjörs 25. júní næst­kom­andi. Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram hvenær og hvar hægt verð­ur að kjósa. Má finna það sem hér seg­ir

    MOS­FELLS­BÆR:

    • Hlað­gerð­ar­kot, Mos­fells­bæ – Fimmtu­dag­inn 9. júní, kl. 15:30-17:30.
    • Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Hamr­ar, Mos­fells­bæ – Mið­viku­dag­inn 15. júní, kl. 15:00-16:00.

     


    Kosningavefur Innanríkisráðuneytisins

    Kjör for­seta Ís­lands 25. júní 2016

    Kosn­inga­vef­ur Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins

    Helstu dag­setn­ing­ar í að­drag­anda for­seta­kosn­ing­anna 25. júní 2016

      11. mars  Aug­lýs­ing for­sæt­is­ráðu­neyt­is um fram­boð og kjör for­seta Ís­lands.

      30. apríl  At­kvæða­greiðsla utan kjör­fund­ar má hefjast inn­an lands og utan. 

      1. – 10. maí  Yfir­kjör­stjórn­ir aug­lýsa hvar og hvenær þær taka við með­mæl­endal­ist­um til stað­fest­ing­ar á kosn­inga­bærni með­mæl­enda, sbr. 4. gr. laga um fram­boð og kjör for­seta Ís­lands.
     
      20. maí   Fram­boðs­frest­ur renn­ur út um mið­nætti. Fram­boð­um skal skilað til inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins ásamt sam­þykki for­seta­efn­is, nægi­legri tölu með­mæl­enda og vott­orð­um yfir­kjör­stjórna um að með­mæl­end­ur séu kosn­inga­bær­ir. 

      27. maí  Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið aug­lýs­ir í út­varpi og Lög­birt­inga­blaði hverj­ir verða í kjöri eigi síð­ar en þenn­an dag eft­ir að hafa af­hent Hæsta­rétti Ís­lands öll fram komin fram­boðs­gögn. 

      4. júní  At­kvæða­greiðsla má hefjast í sjúkra­hús­um, fang­els­um, á dval­ar­heim­il­um aldr­aðra og fatl­aðs fólks og í heima­hús­um fyr­ir kjós­end­ur vegna sjúk­dóma, fötl­un­ar og barns­burð­ar. Kjör­stjór­ar á hverj­um stað aug­lýsa sér­stak­lega hvar og hvenær at­kvæða­greiðsla fer fram. 

      4. júní  Við­mið­un­ar­dag­ur kjör­skrár. Kjós­end­ur eru á kjörskrá í því sveit­ar­fé­lagi þar sem þeir eiga skráð lög­heim­ili þrem­ur vik­um fyr­ir kjör­dag, 4. júní. Flutn­ing­ur lög­heim­il­is eft­ir þann tíma breyt­ir ekki skrán­ingu á kjörskrá.
     
      13. júní  Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið aug­lýs­ir, eigi síð­ar en þenn­an dag, fram­lagn­ingu kjör­skráa í Rík­is­út­varpi og dag­blöð­um.  

      15. júní  Sveit­ar­stjórn­ir skulu leggja kjör­skrár fram al­menn­ingi til sýn­is á skrif­stofu sinni eða á öðr­um hent­ug­um stað eigi síð­ar en þenn­an dag. Kjörskrá skal liggja frammi á al­menn­um skrif­stofu­tíma til kjör­dags.* 

      25. júní  Kjör­dag­ur** 
         
     * Kjör­skrár skulu liggja frammi á al­menn­um skrif­stofu­tíma til kjör­dags. Sveit­ar­stjórn­ir taka við at­huga­semd­um við kjör­skrár og gera má leið­rétt­ing­ar á þeim fram á kjör­dag.

    ** Kjör­fund­ur hefst á tíma­bil­inu kl. 9 ár­deg­is til kl. 12 á há­degi og skal slit­ið eigi síð­ar en kl. 22.
     


    Tákn­máls­frétt­ir – for­seta­kosn­ing­ar 25. júní 2016

    Tákn­mál – at­kvæða­greiðsla utan kjör­fund­ar við for­seta­kjör 2016




    AUЭLES­IÐ EFNI
    For­seta­kosn­ing­ar fara fram laug­ar­dag­inn 25. júní næst-kom­andi.

    • At­kvæða­greiðsla utan kjör­fund­ar
    • Ef þú býrð í út­lönd­um þarftu að fara til sendi­ráðs eða til ræð­is­manns.
    • Þeir sem eru á sjúkra­húsi, elli­heim­ili eða búa í þjón­ustu-úr­ræði fyr­ir fatlað fólk mega kjósa þar. Kjör­stjórn ákveð­ur hvenær má kjósa.
    • Kos­ið heima
    • Hvern­ig fer kosn­ing fram utan kjör­fund­ar?
    • Kjós­andi þarf að­stoð við at­kvæða-greiðslu utan kjör­fund­ar
    • Fyr­ir­ger­ir at­kvæða­greiðsla utan kjör­fund­ar rétti þín­um til að greiða at­kvæði á kjör­dag?
    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00