Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. apríl 2010

    FMOS vinningstillagaTil­kynnt var um úr­slit í hönn­un­ar­sam­keppni um nýj­an fram­halds­skóla ímið­bæ Mos­fells­bæj­ar í dag. Architect­ure.cells, sem er al­þjóð­legt net­arkí­tekta og hönn­uða, hlaut fyrstu verð­laun.

    FMOS vinningstillagaTil­kynnt var um úr­slit í hönn­un­ar­sam­keppni um nýj­an fram­halds­skóla í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar í dag. Architect­ure.cells, sem er al­þjóð­legt net arkí­tekta og hönn­uða, hlaut fyrstu verð­laun. Höf­und­ar til­lög­unn­ar eru Að­al­heið­ur Atla­dótt­ir, Falk Krü­ger og Filip Nosek auk þess sem Árni Þórólfs­son veitti ráð­gjöf.

    Í um­sögn dóm­nefnd­ar um vinn­ingstil­lög­una seg­ir að hún sýni mjög fal­lega, áhuga­verða og lif­andi bygg­ingu þar sem nem­end­ur eru sýni­leg­ir um­hverf­inu jafnt úti sem inni. Hús­ið skap­ar lif­andi hlið inn í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar sem fell­ur vel að skipu­lagi og landi í öll­um áföng­um og að það tákni  fram­tíð og kraft. Einn­ig seg­ir í dóm­nefndaráliti að bygg­ing­in sé heil­steypt og að efn­is­val sé hlý­legt þar sem flæði úti og inni flétt­ast sam­an. Meg­in­inn­tak og efn­is­val til­lög­unn­ar er ágæt­ur grunn­ur að vist­vænni bygg­ingu, merk­is­bera um­hverfi­stefnu bæj­ar­fé­lags­ins.

    Alls bár­ust 39 til­lög­ur í keppn­ina. Að mati dóm­nefnd­ar voru þær fjöl­breytt­ar, frum­leg­ar og metn­að­ar­full­ar. Djarf­ar og skemmti­leg­ar hug­mynd­ir birt­ast í mörg­um til­lög­um þó þær hafi ekki kom­ið til álita til verð­launa eða inn­kaupa.

    Önn­ur verð­laun hlutu Kra­ds Arki­tektúr og þriðju verð­laun hlutu arki­tekt­arn­ir Guð­rún Ingvars­dótt­ir og Helgi Mar Hall­gríms­son og lands­lags­arki­tekt­arn­ir Inga Rut Gylfa­dótt­ir og Björk Guð­munds­dótt­ir.

    Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið og Mos­fells­bær gerðu með sér sam­komulag um stofn­un og bygg­ingu fram­halds­skóla í Mos­fells­bæ þann 19. fe­brú­ar 2008. Í sam­komu­lag­inu kom fram að gert væri ráð fyr­ir því  að því að hefja kennslu í bók­leg­um grein­um á fyrsta ári fram­halds­náms haust­ið 2009 og hófst kennsla í bráða­birgða­hús­næði í Brú­ar­landi í Mos­fells­bæ síð­ast­lið­ið haust.  Ákveð­ið var að byggt yrði nýtt skóla­hús­næði í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar eins fljótt og verða mætti. Að­il­ar voru sam­mála um að í fyrsta áfanga yrði gert ráð fyr­ir allt að 4.000 fer­metra bygg­ingu er rúm­aði 400 til 500 bók­námsnem­end­ur.

    Fram­halds­skól­inn í Mos­fells­bæ er fram­halds­skóli sem kenn­ir sig við auð­lind­ir og um­hverfi í víð­um skiln­ingi og verða þær áhersl­ur sam­flétt­að­ar við skóla­starf­ið. Þar er átt jafnt við auð­lind­ir í nátt­úr­unni sem og mannauð með áherslu á lýð­heilsu og menn­ing­ar­leg­ar auð­lind­ir. Enn­frem­ur er stefnt að því að gera um­hverfi skól­ans að lif­andi þætti í skóla­starf­inu þar sem hug­að verð­ur m.a. að nátt­úru­fræði um­hverf­is­ins, virð­ingu fyr­ir um­hverf­inu og hvern­ig njóta má um­hverf­is­ins og nýta á skyn­sam­leg­an hátt.

    Skól­inn er fram­halds­skóli með áfangasniði og lögð er áhersla á að bjóða nem­end­um metn­að­ar­fullt nám við hæfi hvers og eins, á stúd­ents­braut­um, stutt­um starfs­náms­braut­um og al­menn­um braut­um. Það end­ur­speglast í náms­fram­boði skól­ans á þann hátt að þó að skól­inn sé að stærst­um hluta bók­náms­skóli, mun hann bjóða fram nám í verk­náms- og hand­verks­grein­um og list­grein­um til að auka fjöl­breytni náms­ins.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir: “Í dag færist nær sú fram­tíð sem við höf­um beð­ið svo lengi eft­ir – að hér verði fram­halds­skóli í fremstu röð. Síð­ast­lið­ið haust hófst þessi veg­ferð, með stofn­un skól­ans í Brú­ar­landi, en nú hyll­ir und­ir nýja bygg­ingu svo skól­inn megi vaxa og dafna líkt og von­ir standa til um. Við, Mos­fell­ing­ar, hlökk­um til að mið­bær­inn fyll­ist lífi og menn­ingu sam­fara nýj­um fram­halds­skóla með þeim ung­menn­um sem hann munu stunda.”

    Fletta má dóm­nefndarálit­inu í heild sinni hér fyr­ir neð­an.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00