Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. september 2017

    Heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ í sam­vinnu við TM af­hentu öll­um börn­um í 1. og 2. bekk í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar end­ur­skinsvesti til eign­ar síð­ast­lið­inn þriðju­dag.

    Heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ í sam­vinnu við TM af­hentu öll­um börn­um í 1. og 2. bekk í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar end­ur­skinsvesti til eign­ar síð­ast­lið­inn þriðju­dag.

    End­ur­skinsvest­in eru af­hent í tengsl­um við verk­efn­ið Göng­um í skól­ann og eru mik­il­væg­ur lið­ur í ör­ygg­is­mál­um yngstu grunn­skóla­nem­end­anna sem eru að byrja að ganga, hjóla eða ferð­ast á ann­an virk­an hátt í skól­ann.

    Við biðl­um til for­eldra um að hvetja börn­in til að nota virk­an ferða­máta til og frá skóla, finna með þeim ör­ugg­ustu leið­ina og hjálpa þeim að muna eft­ir end­ur­skinsvest­inu til að auka á ör­yggi þeirra í um­ferð­inni í vet­ur.

    Okk­ur er öll­um nauð­syn­legt að vera vel merkt í um­ferð­inni nú þeg­ar skyggja fer. Gangi barn með end­ur­skin eru miklu meiri lík­ur á að það sjá­ist en hafi það ekki end­ur­skin. Þetta er mik­il­væg for­vörn og get­ur bjarg­að manns­lífi.

    Það er á ábyrgð for­eldra að setja end­ur­skin á börn og til að auð­velda for­eldr­um eru vest­in gef­in og krakk­arn­ir ættu að geta notað þau í tvö ár hið minnsta. Það er góð regla að setja skóla­barn­ið í vest­ið áður en skólata­sk­an er sett á bak­ið.  Hvoru tveggja á að vera jafn­sjálf­sagt.

    Ör­ygg­is­mál eru stór hluti af því að byggja upp Heilsu­efl­andi sam­fé­lag hér í bæn­um og von­ast Heilsu­vin og Mos­fells­bær, sem standa að verk­efn­inu, eft­ir því að vest­in stuðli að því að yngstu nem­end­urn­ir verði vel upp­lýst­ir þeg­ar skyggja fer.

    Tök­um hönd­um sam­an, auk­um ör­yggi barn­anna okk­ar í um­ferð­inni – Ver­um upp­lýst!

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00