Heitavatnslaust verður í sunnanverðum Mosfellsbæ þann 17. október 2017 frá kl. 10:00 vegna lekaviðgerða á stofnlögn hitaveitu í Klapparhlíð.
Uppfært kl. 11:00 þann 17.10.2017
Við nánari skoðun reyndist bilun vera víðtækari og hefur einnig komið fram í eftirfarandi götum:
- Bjargartangi
- Leirutangi
- Grundartangi
- Dalatangi
- Brekkutangi
- Hulduhlíð
- Arnartangi
- Rauðamýri
Verið er að skoða orsakir.
Þær götur sem verða heitavatnslausar eru:
- Þrastarhöfði
- Lækjahlíð
- Æðarhöfði
- Klapparhlíð
- Skálahlíð
- Hlíðartúnhverfi
- Desjamýri
- Skarhólabraut
Reynt verður að takmarka skerðingu á þjónustu eftir fremsta megni en gera má ráð fyrir að lokað verði fyrir hitaveitu ofangreindra hverfa fram á kvöld þann 17. október 2017.
Þess ber að geta að eftirfarandi stofnanir verða fyrir áhrifum vegna viðgerðanna:
- Lágafellsskóli
- Lágafellslaug
- Höfðaberg
- Skálatún
- Hamrar – Golfklúbbur Mosfellsbæjar
- Slökkvistöðin Mosfellsbæ
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.
Starfsfólk Hitaveitu Mosfellsbæjar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.