Framkvæmdir eru nú hafnar við Bjarkarholt 8-20 sem kallað hefur verið kaupfélagsreiturinn.
Framkvæmdir eru nú hafnar við Bjarkarholt 8-20 sem kallað hefur verið kaupfélagsreiturinn. Vinna við niðurrif sjoppu og gamla kaupfélagsins er hafin og skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt byggingaráformin og byggingarleyfisumsókn er nú í yfirferð hjá embætti byggingafulltrúa.
Miðað er við að á reitnum rísi fjögur fjölbýlishús á þrem til fimm hæðum. Gert er ráð fyrir allt að 65 íbúðum fyrir 50 ára og eldri og verslunarrými á götuhæð
einnar byggingarinnar.
Arkitektar húsanna eru ASK arkitektar og Landhönnun og við hönnun er stuðlað að grænni ásýnd umhverfisins. Þannig verða flest bílastæði í bílageymslu og gert er ráð fyrir að hægt verði að hlaða rafmagni á bíla á svæðinu. Þá er gert ráð fyrir að lágmarki tveimur stæðum fyrir reiðhjól á hverja íbúð.