Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. júlí 2018

    Fram­kvæmd­ir eru nú hafn­ar við Bjark­ar­holt 8-20 sem kallað hef­ur ver­ið kaup­fé­lags­reit­ur­inn.

    Fram­kvæmd­ir eru nú hafn­ar við Bjark­ar­holt 8-20 sem kallað hef­ur ver­ið kaup­fé­lags­reit­ur­inn. Vinna við nið­urrif sjoppu og gamla kaup­fé­lags­ins er hafin og skipu­lags­nefnd og bæj­ar­stjórn hafa sam­þykkt bygg­ingaráformin og bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn er nú í yf­ir­ferð hjá embætti bygg­inga­full­trúa.

    Mið­að er við að á reitn­um rísi fjög­ur fjöl­býl­is­hús á þrem til fimm hæð­um. Gert er ráð fyr­ir allt að 65 íbúð­um fyr­ir 50 ára og eldri og versl­un­ar­rými á götu­hæð
    einn­ar bygg­ing­ar­inn­ar.

    Arki­tekt­ar hús­anna eru ASK arki­tekt­ar og Land­hönn­un og við hönn­un er stuðlað að grænni ásýnd um­hverf­is­ins. Þann­ig verða flest bíla­stæði í bíla­geymslu og gert er ráð fyr­ir að hægt verði að hlaða raf­magni á bíla á svæð­inu. Þá er gert ráð fyr­ir að lág­marki tveim­ur stæð­um fyr­ir reið­hjól á hverja íbúð.

    Frétt á mos­fell­ing­ur.is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00