Hafin er uppbygging á æfingaaðstöðu innan- og utandyra við nýja íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Í vetur var gerður viðbótarsamningur við Mosfellsbæ um áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu GM.
Hafin er uppbygging á æfingaaðstöðu innan- og utandyra við nýja íþróttamiðstöð GM við Hlíðavöll. Í vetur var gerður viðbótarsamningur við Mosfellsbæ um áframhaldandi uppbyggingu á aðstöðu GM. Með samningi þessum hefur Mosfellsbær nú sett 60 milljón kr. viðbótarframlag í byggingu íþróttamiðstöðvarinnar.
Unnið er að framkvæmdum við æfingasvæði utandyra auk þess sem hafist hefur verið handa
innandyra. Á neðri hæðinni verður aðstaða fyrir börn og ungmenni, m.a. 280 m2 púttflöt, ásamt þremur golfhermum og netum til að slá í.