Eins og flestir hafa orðið varir við þá eru aðstæður eru erfiðar núna í bæjarfélaginu vegna klaka og hálku í húsagötum bæjarins. Starfsmenn Þjónustustöðvar og verktakar á þeirra vegum hafa unnið ötullega undanfarna daga við að sandbera götur og stíga. Sérstaklega hefur verið farið í hverfi þar sem brekkur eru til staðar og hæðarmunur veldur vandræðum.
Eins og flestir hafa orðið varir við þá eru aðstæður eru erfiðar núna í bæjarfélaginu vegna klaka og hálku í húsagötum bæjarins. Starfsmenn Þjónustustöðvar og verktakar á þeirra vegum hafa unnið ötullega undanfarna daga við að sandbera götur og stíga. Sérstaklega hefur verið farið í hverfi þar sem brekkur eru til staðar og hæðarmunur veldur vandræðum.
Förum varlega á þrettándabrennu
Farið hefur verið skipulega í hverfi bæjarins við söndun og mun sú vinna halda áfram á morgun, laugardag. Áhersla verður lögð á nágrenni brennusvæðis neðan Holtahverfis og eru bæjarbúar hvattir til að halda sig á sönduðum gönguleiðum á leið sinni á þrettándabrennu á morgun og gæta fyllstu varúðar í myrkrinu.
Nýtt ábendingakerfi
Íbúar eru hvattir til að nota ábendingakerfi á heimasíðu Mosfellsbæjar til að láta vita af svæðum sem þyrfti að athuga betur. Ábendingakerfið er nýlegt og þar er hægt að gefa nákvæmar upplýsingar um staðsetningu í bænum.
Sandur og salt í Þjónustustöð
Einnig er vert að benda á að salt og sandur til að bera á plön og stéttir við heimahús er alltaf aðgengilegur fyrir íbúa hjá Þjónustustöð bæjarins við Völuteig 15 (muna að taka með sér poka eða ílát).
Ávallt er bakvakt hjá Þjónustustöð í síma 566 8450.