Fyrsti fundur nýrrar lýðræðisnefndar Mosfellsbæjar var haldinn í gær. Hlutverk nefndarinnar er að vinna drög að nýrri lýðræðisstefnuMosfellsbæjar og reglum um íbúakosningar í Mosfellsbæ og verklag umgagnsæi og aðgang að gögnum. Með virku íbúalýðræði er hægt að ná betrisátt um markmið, stefnu og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins með þvíað virkja íbúa í ákvörðunartökuferlinu og stefnumótun hvers konar oghvetja þá til að taka þátt í mótun nærumhverfis síns í samvinnu viðsveitarfélagið.
Fyrsti fundur nýrrar lýðræðisnefndar Mosfellsbæjar var haldinn í gær. Í nefndinni eiga sæti Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Anna Sigríður Guðnadóttir, fulltrúi S-lista, Herdís Sigurjónsdóttir, fulltrúi D-lista, Jón Jósef Bjarnason, fulltrúi M-lista og Karl Tómasson, fulltrúi V-lista. Starfsmenn nefndarinnar eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála, Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri og Stefán Ómar Jónsson bæjarritari.
Hlutverk nefndarinnar er að vinna drög að nýrri lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar og reglum um íbúakosningar í Mosfellsbæ og verklag um gagnsæi og aðgang að gögnum. Með virku íbúalýðræði er hægt að ná betri sátt um markmið, stefnu og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins með því að virkja íbúa í ákvörðunartökuferlinu og stefnumótun hvers konar og hvetja þá til að taka þátt í mótun nærumhverfis síns í samvinnu við sveitarfélagið.
Nefndin lagði á það mikla áherslu, á fyrsta fundi sínum í gær, að viðhafa markvisst samráð við íbúa í þeirri vinnu sem framundan er við mótun lýðræðisstefnu. Sett verður upp sérstök síða á vef Mosfellsbæjar þar sem íbúar hafa greiðan aðgang að öllu því sem nefndin tekur sér fyrir hendur, þeim gögnum sem hún fjallar um og málefnum sem tekin eru fyrir hverju sinni. Slóðin er www.mos.is/lydraedi.
Einnig verður sett upp sérstakt netfang fyrir nefndarmenn, lydraedisnefnd[hja]mos.is, til þess að auðvelt íbúum beinan aðgang að þeim – og verður það virkjað á næstu dögum. Þangað til má senda póst á nefndina í gegnum mos[hja]mos.is
Nefndarmenn voru á einu máli í gær að verkefnið framundan væri þarft og spennandi og hvetja íbúa eindregið til þess að taka þátt í þeirri vinnu eftir fremsta megni.