Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. desember 2010

    MosfellsbærFyrsti fund­ur nýrr­ar lýð­ræð­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar var hald­inn í gær. Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að vinna drög að nýrri lýð­ræð­is­stefnu­Mos­fells­bæj­ar og regl­um um íbúa­kosn­ing­ar í Mos­fells­bæ og verklag um­gagn­sæi og að­g­ang að gögn­um. Með virku íbúa­lýð­ræði er hægt að ná betrisátt um markmið, stefnu og fram­kvæmd­ir á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins með því­að virkja íbúa í ákvörð­un­ar­töku­ferl­inu og stefnu­mót­un hvers kon­ar og­hvetja þá til að taka þátt í mót­un nærum­hverf­is síns í sam­vinnu viðsveit­ar­fé­lag­ið.

    MosfellsbærFyrsti fund­ur nýrr­ar lýð­ræð­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar var hald­inn í gær. Í nefnd­inni eiga sæti Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri, Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir, full­trúi S-lista, Herdís Sig­ur­jóns­dótt­ir, full­trúi D-lista, Jón Jósef Bjarna­son, full­trúi M-lista og Karl Tóm­asson, full­trúi V-lista. Starfs­menn nefnd­ar­inn­ar eru Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur kynn­ing­ar­mála, Sig­ríð­ur Ind­riða­dótt­ir mannauðs­stjóri og Stefán Ómar Jóns­son bæj­ar­rit­ari. 

    Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er að vinna drög að nýrri lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar og regl­um um íbúa­kosn­ing­ar í Mos­fells­bæ og verklag um gagn­sæi og að­g­ang að gögn­um. Með virku íbúa­lýð­ræði er hægt að ná betri sátt um markmið, stefnu og fram­kvæmd­ir á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins með því að virkja íbúa í ákvörð­un­ar­töku­ferl­inu og stefnu­mót­un hvers kon­ar og hvetja þá til að taka þátt í mót­un nærum­hverf­is síns í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lag­ið.

    Nefnd­in lagði á það mikla áherslu, á fyrsta fundi sín­um í gær, að við­hafa mark­visst sam­ráð við íbúa í þeirri vinnu sem framund­an er við mót­un lýð­ræð­is­stefnu. Sett verð­ur upp sér­stök síða á vef Mos­fells­bæj­ar þar sem íbú­ar hafa greið­an að­g­ang að öllu því sem nefnd­in tek­ur sér fyr­ir hend­ur, þeim gögn­um sem hún fjall­ar um og mál­efn­um sem tekin eru fyr­ir hverju sinni. Slóð­in er www.mos.is/lydra­edi.

    Einn­ig verð­ur sett upp sér­stakt net­fang fyr­ir nefnd­ar­menn, lydra­ed­is­nefnd[hja]mos.is, til þess að auð­velt íbú­um bein­an að­g­ang að þeim – og verð­ur það virkjað á næstu dög­um. Þang­að til má senda póst á nefnd­ina í gegn­um mos[hja]mos.is

    Nefnd­ar­menn voru á einu máli í gær að verk­efn­ið framund­an væri þarft og spenn­andi og hvetja íbúa ein­dreg­ið til þess að taka þátt í þeirri vinnu eft­ir fremsta megni.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00