Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. júní 2018

    Dag­ana 20. og 21. sept­em­ber næst­kom­andi verð­ur hald­inn lands­fund­ur jafn­rétt­is­mála, mál­þing og jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar 2018.

    Dag­ana 20. og 21. sept­em­ber næst­kom­andi verð­ur hald­inn lands­fund­ur jafn­rétt­is­mála, mál­þing og jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar 2018.

    Lands­fund­ur jafn­rétt­is­mála verð­ur hald­inn fimmtu­dag­inn 20. sept­em­ber í Hlé­garði frá kl: 10:00-16:00.

    Mos­fells­bær var fyrst ís­lenskra sveita­fé­laga til að sam­þykkja Evr­ópusátt­mála um jafna stöðu kvenna og karla í sveita­fé­lög­um og hér­uð­um. Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti sátt­mál­ann hinn 10. sept­em­ber 2008. Jafn­rétt­is­sátt­mál­inn er sátt­máli fyr­ir sveit­ar- og hér­aðs­stjórn­ir Evr­ópu um skuld­bind­ing­ar þeirra til að beita völd­um sín­um og sam­starfstengsl­um til að ná fram auknu jafn­rétti fyr­ir íbúa sína.

    Mál­þing jafn­rétt­is­mála fer fram föstu­dag­inn 21. sept­em­ber í Golf­skál­an­um, Kletti við Hlíð­ar­völl frá kl 9:30-12:00. Sama dag verð­ur jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar hald­inn há­tíð­leg­ur frá kl: 13:00-16:00 í Golf­skál­an­um, Kletti. 

    Á jafn­rétt­is­degi Mos­fells­bæj­ar veit­ir fjöl­skyldu­nefnd við­ur­kenn­ingu þeim ein­stak­lingi, stofn­un, fyr­ir­tæki eða fé­laga­sam­tök­um sem hef­ur stað­ið sig best í að fram­fylgja jafn­rétt­is­lög­um og/eða Evr­ópusátt­mál­an­um um jafna stöðu kvenna og karla í sveit­ar­fé­lög­um og hér­uð­um og/eða jafn­rétt­isáætlun Mos­fells­bæj­ar.

    Nán­ari dagskrá verð­ur kynnt síð­ar.

    Opn­að verð­ur fyr­ir skrán­ingu á við­burð­inn fljót­lega.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00