Dagana 20. og 21. september næstkomandi verður haldinn landsfundur jafnréttismála, málþing og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018.
Dagana 20. og 21. september næstkomandi verður haldinn landsfundur jafnréttismála, málþing og jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2018.
Landsfundur jafnréttismála verður haldinn fimmtudaginn 20. september í Hlégarði frá kl: 10:00-16:00.
Mosfellsbær var fyrst íslenskra sveitafélaga til að samþykkja Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitafélögum og héruðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti sáttmálann hinn 10. september 2008. Jafnréttissáttmálinn er sáttmáli fyrir sveitar- og héraðsstjórnir Evrópu um skuldbindingar þeirra til að beita völdum sínum og samstarfstengslum til að ná fram auknu jafnrétti fyrir íbúa sína.
Málþing jafnréttismála fer fram föstudaginn 21. september í Golfskálanum, Kletti við Hlíðarvöll frá kl 9:30-12:00. Sama dag verður jafnréttisdagur Mosfellsbæjar haldinn hátíðlegur frá kl: 13:00-16:00 í Golfskálanum, Kletti.
Á jafnréttisdegi Mosfellsbæjar veitir fjölskyldunefnd viðurkenningu þeim einstaklingi, stofnun, fyrirtæki eða félagasamtökum sem hefur staðið sig best í að framfylgja jafnréttislögum og/eða Evrópusáttmálanum um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum og/eða jafnréttisáætlun Mosfellsbæjar.
Nánari dagskrá verður kynnt síðar.
Opnað verður fyrir skráningu á viðburðinn fljótlega.