UngMos sem samanstendur af Húsráði Mosans, Bólráði og Ungmennaráði Mosfellsbæjar. Bólráðið gerir dagskrá fyrir kvöldopnanir í Bólinu sem er félagsmiðstöðin í Mosó og skipuleggur stærri viðburði.
UngMos sem samanstendur af Húsráði Mosans, Bólráði og Ungmennaráði Mosfellsbæjar. Bólráðið gerir dagskrá fyrir kvöldopnanir í Bólinu sem er félagsmiðstöðin í Mosó og skipuleggur stærri viðburði. Í Bólráði eru Árni, Brynjar Vignir, Böðvar, Dagbjört Anna, Guðlaug Karen, Margrét Ósk og Ólafur Jón.
Efla félagslíf ungmenna í Mosó
Húsráð Mosans er hópur krakka sem hefur brennandi áhuga á að efla félagslíf fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Ráðið skipuleggur viðburði einu sinni í viku, á hverjum þriðjudegi. Á hverri önn halda þau einn stóran viðburð. Ráðið er opið öllum þeim sem vilja taka þátt í að efla félagslíf ungmenna. Í húsráði eru Árni, Dagbjört Lára, Elmar Ingi, Embla Líf og Úlfar Darri.
Ungmennaráð Mosfellsbæjar er samstarfs- og umræðuvettvangur unga fólksins á aldrinum 13-25 ára í Mosfellsbæ. Þau hafa það markmið að koma tillögum og skoðunum ungmenna til skila til stjórnkerfis Mosfellsbæjar. Í Ungmennaráði eru Aron Atli, Björn, Daníela, Embla Líf, Emma Sól, Guðlaug Karen, Kristín Rán, María Lilja, Svandís Dóra og Úlfar Darri.
Halda sameiginlegan viðburð 17. júní
Þessar þrjár nefndir fóru saman í vinnuferð í lok apríl með það markmið að sameina þær örlítið og halda viðburð fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ. Þau langar til þess að gera þessar nefndir sýnilegri og segja fólki frá því sem þau eru að gera.
Árangur ferðarinnar skilaði sér og eru þau núna að fara halda viðburð sem þau sáu alveg sjálf um. Viðburðurinn er hugsaður fyrir fjölskyldur og ungt fólk og verður haldinn 17. júní hjá Bólinu við hlið Varmárskóla. Mikil skemmtun verður, þar verða alls konar keppnir, vatnsrennibraut, sjoppa og margt fleira skemmtilegt.
Frétt frá mosfellingur.is.