Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. júní 2018

  Ung­Mos sem sam­an­stend­ur af Hús­ráði Mos­ans, Ból­ráði og Ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar. Ból­ráð­ið ger­ir dagskrá fyr­ir kvöldopn­an­ir í Ból­inu sem er fé­lags­mið­stöðin í Mosó og skipu­legg­ur stærri við­burði.

  Ung­Mos sem sam­an­stend­ur af Hús­ráði Mos­ans, Ból­ráði og Ung­menna­ráði Mos­fells­bæj­ar. Ból­ráð­ið ger­ir dagskrá fyr­ir kvöldopn­an­ir í Ból­inu sem er fé­lags­mið­stöðin í Mosó og skipu­legg­ur stærri við­burði. Í Ból­ráði eru Árni, Brynj­ar Vign­ir, Böðv­ar, Dag­björt Anna, Guð­laug Karen, Mar­grét Ósk og Ólaf­ur Jón.

  Efla fé­lags­líf ung­menna í Mosó

  Hús­ráð Mos­ans er hóp­ur krakka sem hef­ur brenn­andi áhuga á að efla fé­lags­líf fyr­ir ung­menni á aldr­in­um 16-25 ára. Ráð­ið skipu­legg­ur við­burði einu sinni í viku, á hverj­um þriðju­degi. Á hverri önn halda þau einn stór­an við­burð. Ráð­ið er opið öll­um þeim sem vilja taka þátt í að efla fé­lags­líf ung­menna. Í hús­ráði eru Árni, Dag­björt Lára, Elm­ar Ingi, Embla Líf og Úlf­ar Darri.

  Ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar er sam­starfs- og um­ræðu­vett­vang­ur unga fólks­ins á aldr­in­um 13-25 ára í Mos­fells­bæ. Þau hafa það markmið að koma til­lög­um og skoð­un­um ung­menna til skila til stjórn­kerf­is Mos­fells­bæj­ar. Í Ung­menna­ráði eru Aron Atli, Björn, Daní­ela, Embla Líf, Emma Sól, Guð­laug Karen, Kristín Rán, María Lilja, Svandís Dóra og Úlf­ar Darri.

  Halda sam­eig­in­leg­an við­burð 17. júní

  Þess­ar þrjár nefnd­ir fóru sam­an í vinnu­ferð í lok apríl með það markmið að sam­eina þær ör­lít­ið og halda við­burð fyr­ir ungt fólk í Mos­fells­bæ. Þau lang­ar til þess að gera þess­ar nefnd­ir sýni­legri og segja fólki frá því sem þau eru að gera.

  Ár­ang­ur ferð­ar­inn­ar skil­aði sér og eru þau núna að fara halda við­burð sem þau sáu al­veg sjálf um. Við­burð­ur­inn er hugs­að­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og ungt fólk og verð­ur hald­inn 17. júní hjá Ból­inu við hlið Varmár­skóla. Mik­il skemmt­un verð­ur, þar verða alls kon­ar keppn­ir, vatns­renni­braut, sjoppa og margt fleira skemmti­legt.

  Frétt frá mos­fell­ing­ur.is.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00