Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
31. ágúst 2017

    Í haust mun Ung­menna­hús Mos­fells­bæj­ar opna og er það vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 16-25 ára. Markmið Ung­menna­húss­ins eru með­al ann­ars að veita ungu fólki að­stöðu og að­stoð við að koma hug­mynd­um sín­um í fram­kvæmd.

    Í haust mun Ung­menna­hús Mos­fells­bæj­ar opna og er það vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk á aldr­in­um 16-25 ára. Markmið Ung­menna­húss­ins eru með­al ann­ars að veita ungu fólki að­stöðu og að­stoð við að koma hug­mynd­um sín­um í fram­kvæmd. Bjóða upp á heil­brigð­an og vímu­efna­laus­an val­kost til af­þrey­ing­ar ásamt því að leið­beina með og opna á tæki­færi fyr­ir ungt fólk fyr­ir Evr­ópu­sam­starfi.

    Ung­menna­hús­ið verð­ur vett­vang­ur fyr­ir ungt fólk að koma hug­mynd­um sín­um í fram­kvæmd, halda list­sýn­ing­ar, stofna leik­hóp eða spila tölvu­leiki. Við erum opin fyr­ir öll­um hug­mynd­um svo endi­lega kom­ið og lát­ið okk­ur vita hvað þið vilj­ið.

    Í þeim til­gangi að gera Ung­menna­hús Mos­fells­bæj­ar að stað sem ungt fólk vill nýta sér leit­um við til þeirra sem vilja koma með hug­mynd­ir að starf­semi eða taka með öðr­um hætti þátt í að efla Ung­menna­hús í Mos­fells­bæ. Við leit­um einn­ig að ungu fólki sem hef­ur áhuga á að vera í hús­ráði Ung­menna­húss Mos­fells­bæj­ar og taka þátt í að móta og byggja upp öfl­ugt og fjöl­breytt fé­lags­st­arf fyr­ir ungt fólk í Mos­fells­bæ. Hlut­verk hús­ráðs er mjög fjöl­breytt. Sem dæmi má nefna skipu­lagn­ing opn­un­ar­tíma, skipu­lagn­ing og um­sjón við­burða ásamt því að hvetja ein­stak­linga og hópa til þátt­töku og áhrifa í Mos­fells­bæ.

    All­ir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi Ung­menna­húss­ins eru vel­komn­ir á okk­ar fyrsta kynn­ing­ar- og opn­un­ar­f­und, fimmtu­dag­inn 31. ág­úst kl. 17:00 í hús­næði Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Boð­ið verð­ur upp á veit­ing­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00