Í haust mun Ungmennahús Mosfellsbæjar opna og er það vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
Í haust mun Ungmennahús Mosfellsbæjar opna og er það vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar ásamt því að leiðbeina með og opna á tækifæri fyrir ungt fólk fyrir Evrópusamstarfi.
Ungmennahúsið verður vettvangur fyrir ungt fólk að koma hugmyndum sínum í framkvæmd, halda listsýningar, stofna leikhóp eða spila tölvuleiki. Við erum opin fyrir öllum hugmyndum svo endilega komið og látið okkur vita hvað þið viljið.
Í þeim tilgangi að gera Ungmennahús Mosfellsbæjar að stað sem ungt fólk vill nýta sér leitum við til þeirra sem vilja koma með hugmyndir að starfsemi eða taka með öðrum hætti þátt í að efla Ungmennahús í Mosfellsbæ. Við leitum einnig að ungu fólki sem hefur áhuga á að vera í húsráði Ungmennahúss Mosfellsbæjar og taka þátt í að móta og byggja upp öflugt og fjölbreytt félagsstarf fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ. Hlutverk húsráðs er mjög fjölbreytt. Sem dæmi má nefna skipulagning opnunartíma, skipulagning og umsjón viðburða ásamt því að hvetja einstaklinga og hópa til þátttöku og áhrifa í Mosfellsbæ.
Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi Ungmennahússins eru velkomnir á okkar fyrsta kynningar- og opnunarfund, fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17:00 í húsnæði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Boðið verður upp á veitingar.