Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2021

    Nýt­ing á heitu vatni á Ís­landi á sér sterka sögu­lega skír­skot­un til Reykja­hverf­is og þar er enn­frem­ur upp­haf nýt­ing­ar á heitu vatni á Ís­landi en Stefáni B. Jóns­son bóndi á Reykj­um leiddi fyrst­ur manna heitt vatn inn í íbúð­ar­hús Ís­landi árið 1908.

    Í því ljósi hafa vakn­að hug­mynd­ir um að reist­ur verði Orkugarð­ur í Reykja­hverfi á lóð í eigu Veitna ohf. Í við­ræð­um við Veit­ur hef­ur kom­ið fram að mik­ill áhugi sé á hug­mynd­inni og hef­ur fyr­ir­tæk­ið lýst því yfir að það sé reiðu­bú­ið til þess að und­ir­rita vilja­yf­ir­lýs­ingu um verk­efn­ið og setja fjár­muni til upp­bygg­ing­ar og frá­gangs árin 2023-2024.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur nú heim­ilað gerð vilja­yf­ir­lýs­ing­ar milli Mos­fells­bæj­ar og Veitna ohf. um Orku­garð í Reykja­hverfi og fal­ið skipu­lags­nefnd það verk­efni að út­færa nán­ari hug­mynd­ina og und­ir­búa deili­skipu­lag fyr­ir Orku­garð.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00