Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. október 2018

    Nú ligg­ur fyr­ir að tvær mik­il­væg­ar sam­göngu­bæt­ur eru komn­ar á áætlun sam­kvæmt drög­um að sam­göngu­áætlun sem nú liggja fyr­ir Al­þingi.

    Nú ligg­ur fyr­ir að tvær mik­il­væg­ar sam­göngu­bæt­ur eru komn­ar á áætlun sam­kvæmt drög­um að sam­göngu­áætlun sem nú liggja fyr­ir Al­þingi.

    Sam­hliða þeirri vinnu rit­uðu fram­kvæmda­stjór­ar sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sam­göngu­ráð­herra und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu þann 21. sept­em­ber um að hefja við­ræð­ur um upp­bygg­ingu sam­gangna á höfðu­borg­ar­svæð­inu.

    Þær fram­kvæmd­ir sem um er að ræða eru ann­ars veg­ar að ljúka við tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar þar sem hann ligg­ur í gegn­um Mos­fells­bæ. Með þeirri fram­kvæmd mun draga veru­lega úr þeim um­ferða­tepp­um sem íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hafa gjarn­an orð­ið fyr­ir á álags­tím­um á ein­um um­ferða­mesta þjóð­vegi lands­ins.

    Hins veg­ar er um að ræða end­ur­bygg­ingu Þinga­valla­veg­ar með það að mark­miði að auka ör­yggi veg­ar­ins m.a. með gerð tveggja hring­torga auk und­ir­ganga. Báð­ar þess­ar fram­kvæmd­ir eru áætl­að­ar á fyrsta hluta tíma­bils­ins eða 2019-2023.

    Hefja fram­kvæmd­ir við borg­ar­línu 2020

    „Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir okk­ur Mos­fell­inga að þess­ar sam­göngu­bæt­ur séu núna komn­ar á áætlun enda höf­um við unn­ið jafnt og þétt að því á síð­ustu árum að tryggja þá nið­ur­stöðu,“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri. „Það er líka ánægju­legt að sjá hversu framar­lega á áætl­un­ar­tíma­bil­inu þess­ar fram­kvæmd­ir eru, sem sýn­ir vel hversu brýn­ar þær eru.
    Þá skipt­ir ekki síð­ur máli að sam­eig­in­leg vinna inn­an höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins um upp­bygg­ingu sam­gangna til næstu 10 ára er nú komin í form­leg­an far­veg.“

    Markmið við­ræðna sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er að ná sam­komu­lagi um fjár­magn­aða áætlun um fjár­fest­ing­ar í stofn­veg­um og kerfi al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Í vilja­yf­ir­lýs­ingu er talað um að hefja fram­kvæmd­ir við það sem heit­ir há­gæða al­menn­ings­sam­göng­ur og stund­um er nefnt borg­ar­lína árið 2020.

    Eyða flösku­háls­um og bæta flæði

    Unn­ið verð­ur að því að eyða flösku­háls um í um­ferð­inni með því að bæta um­ferð­ar­flæði og efla um­ferðarör­yggi og eru ráð­herra og sveit­ar­stjórn­ar­menn sam­mála um að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur. Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir: „Jafn­framt verði skoð­að­ar nýj­ar fjár­mögn­un­ar­leið­ir m.a. með nýrri gjald­töku rík­is­ins og gjald­töku­heim­ild­um til handa sveit­ar­fé­lög­un­um.“

    Að lokn­um við­ræð­um um of­an­greind við­fangs­efni er starfs­hópn­um fal­ið að leiða til lykta mál­efni Sunda­braut­ar und­ir for­ystu Hreins Har­alds­son­ar.

    Frétt frá mos­fell­ing­ur.is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00