Íslandsmeistaramótið í Kumite, sem er önnur af keppnisgreinum Karate, var haldið 13. nóvember.Tveir keppendur fóru frá karatedeild Aftureldingar og náði Telma Rut Frímannsdóttir bestum árangir kvenna
Íslandsmeistaramótið í Kumite, sem er önnur af keppnisgreinum Karate, var haldið 13. nóvember. Tveir keppendur fóru frá karatedeild Aftureldingar og náði Telma Rut Frímannsdóttir bestum árangir kvenna á mótinu en hún varð tvöfaldur meistari þar sem hún vann sinn þyngdarflokk sem og opinn flokk kvenna. Kristján Helgi Carrasco lenti í 2. sæti í sínum þyngdarflokki.
Telma Rut og Kristján Helgi kepptu einnig á Stockholm Open sem haldið var í byrjun nóvember. Þar voru 650 keppendur en bæði komust þau á verðlaunapall, Telma Rut lenti í 1. sæti í hópkumite kvenna og í 2. sæti í Kumite kvenna í -61 kg. Kristján Helgi lenti í 3ja sæti í Kumite junior, -68 kg.
Frábær árangur hjá karatefólki Aftureldingar!