Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. nóvember 2010

    Thema RutÍs­lands­meist­ara­mót­ið í Kumite, sem er önn­ur af keppn­is­grein­um Kara­te, var hald­ið 13. nóv­em­ber.Tveir kepp­end­ur fóru frá kara­te­deild Aft­ur­eld­ing­ar og náði Telma Rut Frí­manns­dótt­ir best­um ár­ang­ir kvenna

    Thelma RutÍs­lands­meist­ara­mót­ið í Kumite, sem er önn­ur af keppn­is­grein­um Kara­te, var hald­ið 13. nóv­em­ber. Tveir kepp­end­ur fóru frá kara­te­deild Aft­ur­eld­ing­ar og náði Telma Rut Frí­manns­dótt­ir best­um ár­ang­ir kvenna á mót­inu en hún varð tvö­fald­ur meist­ari þar sem hún vann sinn þyngd­ar­flokk sem og op­inn flokk kvenna. Kristján Helgi Carrasco lenti í 2. sæti í sín­um þyngd­ar­flokki.
     
    Telma Rut og Kristján Helgi kepptu einnig á Stockholm Open sem hald­ið var í byrj­un nóv­em­ber. Þar voru 650 kepp­end­ur en bæði komust þau á verð­launap­all, Telma Rut lenti í 1. sæti í hópkumite kvenna og í 2. sæti í Kumite kvenna í -61 kg. Kristján Helgi lenti í 3ja sæti í Kumite juni­or, -68 kg.
     
    Frá­bær ár­ang­ur hjá kara­tefólki Aft­ur­eld­ing­ar!