Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. september 2017

    Í sam­göngu­viku ný­lið­inni setti Mos­fells­bær upp tvær nýj­ar raf­hleðslu­stöðv­ar fyr­ir raf­bíla í Mos­fells­bæ sem stað­sett­ar eru við íþróttamið­stöðv­arn­ar Lága­felli og við Varmá. Þriðja stöð­in mun koma upp við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ síð­ar í haust.

    Í sam­göngu­viku ný­lið­inni setti Mos­fells­bær upp tvær nýj­ar raf­hleðslu­stöðv­ar fyr­ir raf­bíla í Mos­fells­bæ sem stað­sett­ar eru við íþróttamið­stöðv­arn­ar Lága­felli og við Varmá. Þriðja stöð­in mun koma upp við Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ síð­ar í haust.

    Mos­fells­bær og Ísorka und­ir­rit­uðu í sum­ar sam­komu­lag til þriggja ára um upp­setn­ingu og rekst­ur þriggja hleðslu­stöðva í Mos­fells­bæ. Stöðv­arn­ar eru snúru­laus­ar og eru 2×22 kW AC og eiga að geta hlað­ið all­ar gerð­ir raf­bíla á Ís­landi.

    Bubbi Mortens tón­list­ar­mað­ur vígði raf­hleðslu­stöð­ina við íþróttamið­stöð­ina við Varmá og fékk á sama tíma af­henda fyrstu raf­hleðslu­snúr­una fyr­ir stöð­ina. Bubbi hef­ur ver­ið stolt­ur eig­andi raf­bíls í tals­verð­an tíma og tel­ur raf­bíla klár­lega vera fram­tíð­ina í bíla­sam­göng­um.