Í samgönguviku nýliðinni setti Mosfellsbær upp tvær nýjar rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ sem staðsettar eru við íþróttamiðstöðvarnar Lágafelli og við Varmá. Þriðja stöðin mun koma upp við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ síðar í haust.
Í samgönguviku nýliðinni setti Mosfellsbær upp tvær nýjar rafhleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ sem staðsettar eru við íþróttamiðstöðvarnar Lágafelli og við Varmá. Þriðja stöðin mun koma upp við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ síðar í haust.
Mosfellsbær og Ísorka undirrituðu í sumar samkomulag til þriggja ára um uppsetningu og rekstur þriggja hleðslustöðva í Mosfellsbæ. Stöðvarnar eru snúrulausar og eru 2×22 kW AC og eiga að geta hlaðið allar gerðir rafbíla á Íslandi.
Bubbi Mortens tónlistarmaður vígði rafhleðslustöðina við íþróttamiðstöðina við Varmá og fékk á sama tíma afhenda fyrstu rafhleðslusnúruna fyrir stöðina. Bubbi hefur verið stoltur eigandi rafbíls í talsverðan tíma og telur rafbíla klárlega vera framtíðina í bílasamgöngum.