Frestur fyrir íbúa og hagsmunaaðila lýkur í dag 2. apríl til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar, sem staðið hefur yfir undanfarin ár, sem nú er komin á lokastig með því að fullbúin tillaga hefur verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Endurskoðuðu skipulagi er ætlað að ná til ársins 2030, en gildandi aðalskipulag nær til 2024.
Endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar, sem staðið hefur yfir undanfarin ár, sem nú er komin á lokastig með því að fullbúin tillaga hefur verið auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Endurskoðuðu skipulagi er ætlað að ná til ársins 2030, en gildandi aðalskipulag nær til 2024. Áður hafði tillagan farið í gegnum lögboðið forkynningarferli fyrir íbúum og hagsmunaaðilum, ýmsum stofnunum og nágrannasveitarfélögum.
Nú tekur við 6 vikna frestur (til og með 2. apríl) fyrir íbúa og hagsmunaaðila til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum, eins og nánar segir í þessari auglýsingu. Fyrirhugað er að halda opinn kynningarfund um aðalskipulagstillöguna á kynningartímanum, áður en athugasemdafrestur rennur út, og verður sá fundur auglýstur síðar.