Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1 mgr. 43.gr.skipulagslaga nr.123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu að skipulagi. Deiliskipulagsáfangi IV Helgafellsland Mosfellsbæ. Breytingin felur í sér að gatnakerfið er gert einfaldara og austasti hluti Skammadalsvegar færist norðar.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtalda tillögu að breytingu á deiliskipulagi: Deiliskipulagsáfangi IV, Helgafellsland, Mosfellsbæ.
Breytingin felur í sér að gatnakerfið er gert einfaldara og austasti hluti Skammadalsvegar færist norðar. Í stað 113 íbúða verði heimilað að byggja fleiri minni og meðalstórar íbúðir, samtals allt að 188 íbúðir. Meðal nýtingarhlutfall < 0,5. Í stað tveggja leikvalla verður einn vestan til á svæðinu.
Tillagan verður til sýnis í Þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá 21. september 2019 til og með 3. nóvember 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir.
Tillagan verður einnig birt á vef Mosfellsbæjar: mos.is/skipulagsauglysingar.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 3. nóvember 2019.
21. september 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
olafurm@mos.is