Veitur Mosfellsbæjar nota þrjár leiðir til að koma tilkynningum um bilanir eða rof á þjónustu til bæjarbúa; vef og Facebook síðu bæjarins og SMS skilaboð.
Íbúar sem eru skráðir hjá 1819.is fá send SMS skilaboð með upplýsingum í tengslum við þjónustu Veitna. Skilaboðin eru send á þá íbúa sem eru með skráð númer á svæðinu sem um ræðir.
Íbúar sem vilja fá SMS sendingar vegna veitumála þurfa að vera með farsímann sinn skráðan hjá 1819.is fyrir viðkomandi heimilisfang. Hægt er að hafa númerið falið á vef 1819.is en fá samt SMS vegna veitumála.
Mosfellsbær hvetur alla bæjarbúa til að skrá a.m.k. eitt farsímanúmer við hvert heimilisfang.