Mosfellsbær hefur þann 22. október 2014 gefið út framkvæmdaleyfi skv. 13. og 14. gr. skipulagslaga til Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir efnistöku, allt að 60 þús. m3 tímabundið fram til 9. október 2015, í grjótnámu í Seljadal um 3 km austan Hafravatns. Um er að ræða framhald efnistöku samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar frá 1985.
Mosfellsbær hefur þann 22. október 2014 gefið út framkvæmdaleyfi skv. 13. og 14. gr. skipulagslaga til Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir efnistöku, allt að 60 þús. m3 tímabundið fram til 9. október 2015, í grjótnámu í Seljadal um 3 km austan Hafravatns. Um er að ræða framhald efnistöku samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar frá 1985.
Farið hefur fram mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og hefur Skipulagsstofnun í áliti frá 1. október 2014 fallist á matsskýrsluna án frekari skilyrða. Matsskýrslan og álitið liggja frammi á heimasiðunni www.skipulag.is
Í framkvæmdaleyfinu eru tilgreind sérstaklega nokkur af þeim skilyrðum, sem leiða af matsskýrslunni, auk sérstaks skilyrðis um óháðan eftirlitsaðila, sem Mosfellsbær hefur sett.
Veiting framkvæmdaleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur 1 mánuður frá birtingu ákvörðunar. Kæruaðild geta átt þeir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda ákvörðuninni, svo og samtök sem uppfylla ákvæði 3. mgr. 4. gr. laga nr. 130/2011.
22. október 2014
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar