Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. september 2010

    MosfellsbærVegna fram­kvæmda við breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar verð­ur Ála­foss­vegi lok­að­tíma­bund­ið frá mið­viku­degi 29. sept­em­ber.  Stefnt er að því að­Ála­foss­veg­ur verði opn­að­ur aft­ur fyr­ir um­ferð eigi síð­ar en mánu­dag 25.októ­ber.

    Vegna fram­kvæmda við breikk­un Vest­ur­lands­veg­ar verð­ur Ála­foss­vegi lokað tíma­bund­ið frá mið­viku­degi 29. sept­em­ber.  Stefnt er að því að Ála­foss­veg­ur verði opn­að­ur aft­ur fyr­ir um­ferð eigi síð­ar en mánu­dag 25. októ­ber.

    Þann tíma sem lok­un­in var­ir er allri um­ferð til og frá Ásum, Lönd­um, Helga­fells­hverfi og Ála­fosskvos beint um Ásland.  

    Vegna þeirr­ar auknu um­ferð­ar sem bú­ist er við um Ásland verð­ur af ör­ygg­is­ástæð­um sett bann við vinstri beygju af Áslandi inn á Vest­ur­landsveg og einn­ig bann við vinstri beygju af Vest­ur­lands­vegi inn í Ásland. Með því að banna vinstri beygju á þess­um stöð­um er hægt að hindra að beygt sé í veg fyr­ir um­ferð á Vest­ur­lands­veg­in­um og þann­ig dreg­ið úr slysa­hættu.

    Þeir sem koma úr ofn­an­töld­um hverf­um og ætla í átt til Reykja­vík­ur þurfa því að aka hjá­leið um hringtorg við Þing­valla­veg (og fara þar heil­an hring og til baka). Veg­far­end­ur sem aka Vest­ur­landsveg úr norðri og ætla inn í þessi hverfi þurfa að aka hjá­leið um hringtorg við Þver­holt (og fara þar heil­an hring og til baka) til að ná hægri beygju inn Ásland.

    Íbú­ar eru beðn­ir vel­virð­ing­ar á óþæg­ind­um sem þess­ar tak­mark­an­ir á um­ferð valda en stefnt verð­ur að því að flýta fram­kvæmd sem kost­ur er.

    Sjá nán­ar á skýr­ing­ar­mynd (.pdf – 3.36 MB)

    Vega­gerð­in og Mos­fells­bær

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00