Vegna framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar verður Álafossvegi lokaðtímabundið frá miðvikudegi 29. september. Stefnt er að því aðÁlafossvegur verði opnaður aftur fyrir umferð eigi síðar en mánudag 25.október.
Vegna framkvæmda við breikkun Vesturlandsvegar verður Álafossvegi lokað tímabundið frá miðvikudegi 29. september. Stefnt er að því að Álafossvegur verði opnaður aftur fyrir umferð eigi síðar en mánudag 25. október.
Þann tíma sem lokunin varir er allri umferð til og frá Ásum, Löndum, Helgafellshverfi og Álafosskvos beint um Ásland.
Vegna þeirrar auknu umferðar sem búist er við um Ásland verður af öryggisástæðum sett bann við vinstri beygju af Áslandi inn á Vesturlandsveg og einnig bann við vinstri beygju af Vesturlandsvegi inn í Ásland. Með því að banna vinstri beygju á þessum stöðum er hægt að hindra að beygt sé í veg fyrir umferð á Vesturlandsveginum og þannig dregið úr slysahættu.
Þeir sem koma úr ofnantöldum hverfum og ætla í átt til Reykjavíkur þurfa því að aka hjáleið um hringtorg við Þingvallaveg (og fara þar heilan hring og til baka). Vegfarendur sem aka Vesturlandsveg úr norðri og ætla inn í þessi hverfi þurfa að aka hjáleið um hringtorg við Þverholt (og fara þar heilan hring og til baka) til að ná hægri beygju inn Ásland.
Íbúar eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þessar takmarkanir á umferð valda en stefnt verður að því að flýta framkvæmd sem kostur er.
Sjá nánar á skýringarmynd (.pdf – 3.36 MB)
Vegagerðin og Mosfellsbær