Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. desember 2018

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur á fundi sín­um 14. nóv­em­ber 2018 sam­þykkt eft­ir­tald­ar aðal- og deili­skipu­lagstil­lög­ur, sem at­huga­semd­ir höfðu ver­ið gerð­ar við í aug­lýs­ingu.

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar hef­ur á fundi sín­um 14. nóv­em­ber 2018 sam­þykkt eft­ir­tald­ar aðal- og deili­skipu­lagstil­lög­ur, sem at­huga­semd­ir höfðu ver­ið gerð­ar við í aug­lýs­ingu. Til­lög­urn­ar voru aug­lýst­ar 28. júlí 2018 með at­huga­semd­ar­fresti til 9. sept­em­ber 2018:

  Breyt­ing á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 – til­laga að breyt­ingu, reið­leið­ir og veg­teng­ing­ar í Mos­fells­dal.
  Vegna nýs deili­skipu­lags fyr­ir Þing­valla­veg í Mos­fells­dal er gert ráð fyr­ir í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar að fella nið­ur reið­leið með­fram Þing­valla­vegi, breyta veg­teng­ing­um og bæta við und­ir­göng­um. Til­lag­an var aug­lýst skv. 36. gr. skipu­lagslaga. Tvær at­huga­semd­ir bár­ust. Til­lag­an var sam­þykkt óbreytt í Bæj­ar­stjórn 14. nóv­em­ber 2018. Svar við at­huga­semd­um var sent þeim sem at­huga­semd­ir gerðu. Að­al­skipu­lags­breyt­ing­in hef­ur ver­ið send Skipu­lags­stofn­un í sam­þykkt­ar­ferli.

  Til­laga að deili­skipu­lagi – Þing­valla­veg­ar í Mos­fells­dal
  Meg­in­markmið með gerð skipu­lags­ins er að móta og ákveða gerð um­ferð­ar­mann­virkja og um­hverf­is þeirra með þeim hætti að stuðlað sé að auknu ör­yggi í um­ferð­inni. Deili­skipu­lagstil­lag­an ger­ir ráð fyr­ir tveim­ur hring­torg­um á Þing­valla­veg­in­um, ann­ars veg­ar við gatna­mót Helga­dals­veg­ar og hins veg­ar við Æs­ustaða­veg og Mos­fells­veg og einn­ig fækk­un á veg­teng­ing­um þá þess­um kafla. Til­lag­an var aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga. Tvær at­huga­semd­ir bár­ust. Til­lag­an var sam­þykkt óbreytt í Bæj­ar­stjórn 14. nóv­em­ber 2018. Svar við at­huga­semd­um var sent þeim sem at­huga­semd­ir gerðu. Deili­skipu­lag­ið hef­ur ver­ið sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

  Breyt­ing á deili­skipu­lagi – Lauga­bóls­land í Mos­fells­dal
  Vegna nýs deili­skipu­lags fyr­ir Þing­valla­veg í Mos­fells­dal breyt­ist af­mörk­un deili­skipu­lags Lauga­bólslands í Mos­fells­dal. Af­mörk­un­in við Þing­valla­veg færist til suð­urs og nær að veg­helg­un­ar-mörk­um Þing­valla­veg­ar í stað þess að liggja að Þing­valla­vegi sjálf­um. Einn­ig eru tekn­ar inn á upp­drátt­inn þær breyt­ing­ar sem gerð­ar voru 13.03.2013, 15.11.2013 og 12.03.2015. Til­lag­an var aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga. Ein at­huga­semd barst. Til­lag­an var sam­þykkt óbreytt í Bæj­ar­stjórn 14. nóv­em­ber 2018. Svar við at­huga­semd­um var sent þeim sem at­huga­semd­ir gerðu. Deili­skipu­lag­ið hef­ur ver­ið sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

  Breyt­ing á deili­skipu­lagi við Suð­urá í landi Lund­ar
  Vegna nýs deili­skipu­lags fyr­ir Þing­valla­veg í Mos­fells­dal breyt­ist af­mörk­un deili­skipu­lags við Suð­urá í landi Lund­ar, af­mörk­un­in við Þing­valla­veg færist til suð­urs og nær að veg­helg­un­ar­mörk­um Þing­valla­veg­ar í stað þess að liggja að Þing­valla­vegi sjálf­um. Einn­ig er reið­leið með­fram Þing­valla­vegi tekin út. Til­lag­an var aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga. Ein at­huga­semd barst. Til­lag­an var sam­þykkt óbreytt í Bæj­ar­stjórn 14. nóv­em­ber 2018. Svar við at­huga­semd­um var sent þeim sem at­huga­semd­ir gerðu. Deili­skipu­lag­ið hef­ur ver­ið sent Skipu­lags­stofn­un til yf­ir­ferð­ar.

  Þeir sem óska eft­ir nán­ari upp­lýs­ing­um um of­an­greind­ar skipu­lags­áætlan­ir er bent á að snúa sér til und­ir­rit­aðs.

  14. des­em­ber 2018
  Ólaf­ur Mel­sted
  Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00