Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum þann 31. október 2018 samþykkt eftirfarandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem athugasemd hafði verið gerð við í auglýsingu: Stök íbúðarhús í Mosfellsdal, breyting á skipulagsákvæðum.
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur á fundi sínum þann 31. október 2018 samþykkt eftirfarandi tillögu að breytingu á aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030, sem athugasemd hafði verið gerð við í auglýsingu: Stök íbúðarhús í Mosfellsdal, breyting á skipulagsákvæðum.
Í tillögunni felst breyting á skipulagsákvæðum stakra íbúðarhúsa á óbyggðum svæðum (Ó) og landbúnaðarsvæðum (L) sem sett eru fram í kafla 4.2 í greinargerða aðalskipulagsins, þar sem heimilt verður að byggja annað íbúðarhús til viðbótar því sem fyrir er á viðkomandi landareign/lóð. Tillagan var auglýst og lá frami til kynningar frá 4. júní með athugasemdarfresti til 17. júlí 2018.
Ein athugasemd barst við tillöguna. Tillagan var samþykkt óbreytt í Bæjarstjórn 31. október 2018. Svar við athugasemd var sent þeim sem athugasemd gerði. Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun í samþykktarferli.
Þeir sem óska eftir nánari upplýsingum um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar er bent á að snúa sér til undirritaðs.
- Auglýsing (pdf).
5. desember 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar