Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2017

    Föstu­dag­inn 14. júlí varð vart við fiska­dauða í Varmá. Skoð­un sýn­ir að lík­legt er að fisk­arn­ir hafi drep­ist vegna skyndi­legr­ar meng­un­ar í Varmá vegna efna­notk­un­ar á vatna­sviði Var­már.

    Föstu­dag­inn 14. júlí varð vart við fiska­dauða í Varmá. Skoð­un sýn­ir að lík­legt er að fisk­arn­ir hafi drep­ist vegna skyndi­legr­ar meng­un­ar í Varmá vegna efna­notk­un­ar á vatna­sviði Var­már. Efn­ið hef­ur að öll­um lík­ind­um borist út í Varmá um regn­vatns­lagn­ir sem taka of­an­vatn eða regn­vatn í nið­ur­föll­um á göt­um og lóð­um. Í ein­hverj­um til­vik­um geta nið­ur­föll í bíl­skúr­um og heit­ir pott­ar líka ver­ið tengd­ir inná regn­vatns­kerf­ið og efni það­an borist í Varmá.

    Lík­leg­ustu efn­in sem um ræð­ir eru: skor­dýra­eit­ur, plöntu­eit­ur, sveppa­eit­ur, klór, ammon­í­ak og sterk þvotta­efni. Ammon­í­ak get­ur m.a. kom­ið við út­skolun á skíta­haug­um og rot­þróm. Meng­un­in hef­ur mögu­lega kom­ið frá svæð­inu beggja vegna Var­már sunn­an Reykjalund­ar­veg­ar að Skamma­dals­vegi. Það er t.d. Greni­byggð og Furu­byggð, Reykja­hverfi, Teigs­svæð­ið, Reykjalund­ur, Engja­veg­ur og hús upp með Varmá frá Reykjalund­ar­vegi.

    Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið bið­ur þá sem mögu­lega kunna að hafa upp­lýs­ing­ar um meng­un­ar­vald í Varmá frá 13. til 14. júlí að hafa sam­band við Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið. Mik­il­vægt er að finna or­sök fiska­dauð­ans svo hægt sé að koma í veg fyr­ir að svona at­burð­ur end­ur­taki sig.

    Þá bið­ur Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið íbúa Mos­fells­bæj­ar al­mennt um að gæta að því að nið­ur­föll í göt­um og á plön­um utan við hús og í sum­um til­fell­um í bíl­skúr­um og frá heit­um pott­ar eru tengd við regn­vatns­kerf­ið. Öll meng­andi efni sem not­uð eru og lenda ofan í þess­um nið­ur­föll­um geta endað í við­kvæm­um við­tök­um og vald­ið tjóni á líf­rík­inu eins og dæmin sanna. Ef tjöru­hreinsa á bíla ætti að gera það á þvotta­stöðv­um eða á bens­ín­stöðv­um, ekki við heima­hús.

    Fiska­dauð­inn var bara einn af mörg­um meng­un­ar­at­burð­um sem til­kynnt hef­ur ver­ið um í Varmá í júní og júlí. Að­eins at­burð­ur­inn 14. júli olli fiska­dauða, sem líta má á sem al­var­leg­ustu rösk­un líf­rík­is­ins sem við sjá­um. Að­r­ir meng­un­ar­at­burð­ir valda þó án efa álagi á líf­ríki ár­inn­ar og breyta því og raska. Hér má finna lista yfir til­kynnta meng­un­ar­at­burði (pdf) og nið­ur­stöð­ur mæl­inga (pdf). Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið bið­ur alla þá sem gætu haft gagn­leg­ar upp­lýs­ing­ar um meng­un­ar­valda að hafa sam­band sím­leið­is eða bréf­leið­is til að hægt sé að skýra út hvað olli meng­un.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00