Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. nóvember 2022

    Í vik­unni var boð­ið upp á kynn­ingu á til­gangi og hlut­verki al­manna­varna, bæði  á landsvísu og  á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Þetta lið­ur í að kynna nýrri al­manna­varna­nefnd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyr­ir al­manna­vörn­um. Einnig fengu full­trú­ar í neyð­ar­stjórn­um sveit­ar­fé­lag­anna, bæj­ar- og borg­ar­full­trú­ar og aðr­ir sem koma að al­manna­vörn­um eða neyð­ar­stjórn­un hjá sveit­ar­fé­lög­un­um boð á kynn­inga­fund­ina. Haldn­ir voru tveir fund­ir með sömu dag­skrá til að gera sem flest­um tæki­færi til að koma.

    Far­ið var í upp­bygg­ingu al­manna­varna­kerf­is­ins sam­kvæmt lög­um, hlut­verk að­gerð­ar­stjórn­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hlut­verk al­manna­varna­nefnda og full­trúa í al­manna­varna­nefnd. Einnig var far­ið yfir hlut­verk neyð­ar­stjórna sveit­ar­fé­lag­anna, en sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa starf­rækt  neyð­ar­stjórn­ir frá ár­inu 2012, sem hafa marg sann­að mik­il­vægi sitt í gegn­um árin og nú síð­ast í COVID-19. Einnig var far­ið fyr­ir­ferð­ar­mik­il verk­efni síð­ustu ára, með­al ann­ars COVID-19, gróð­urelda, við­bragðs­áætlana­gerð­ir og fleira. Einnig verk­efni sem eru á döf­inni svo sem gerð starfs­áætl­un­ar, hættumats, æf­ing­ar, fræðslu og próf­ana á við­bragðs­áætl­un­um svo eitt­hvað sé nefnt.

    Lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir ásamt að­stoð­ar lög­reglu­stjóra Ás­geiri Þór Ás­geirs­syni og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna­nefnd­ar­inn­ar, Birg­ir Finns­son og deild­ar­stjóri al­manna­varna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu Þóra Krist­ín Ás­geirs­dótt­ir sáum um fræðsl­una.