Helgina 27. – 28. júní verður þess minnst að 35 ár eru liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands. Af því tilefni munu skógræktarfélög gróðusetja þrjú birkitré í hverju sveitarfélagi á landinu eins og Vigdís gerði með táknrænum hætti í sinni forsetatíð.
Helgina 27. – 28. júní verður þess minnst að 35 ár eru liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands.
Af því tilefni munu skógræktarfélög gróðusetja þrjú birkitré í hverju sveitarfélagi á landinu eins og Vigdís gerði með táknrænum hætti í sinni forsetatíð.
Í Mosfellsbæ fer gróðursetningin fram í Meltúnsreitnum milli Teigahverfisins og iðnaðarhverfisins við Völuteig laugardaginn 27. júní kl. 11.00 og eru allir velkomnir að taka þátt í þessum viðburði.
Sjá nánar á heimasíðu Skógræktarfélags Mosfellsbæjar, www.skogmos.net