Frestur til að sækja um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar hefur verið framlengdur til 20. mars.
Frestur til að sækja um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar hefur verið framlengdur til 20. mars.
Hér er um að ræða tækifæri fyrir frumkvöðla sem hafa hugmyndir um nýsköpun í heilsutengdum verkefnum eða ferðaþjónustu til að koma verkefni sínu á framfæri. Viðurkenningin felst ekki eingöngu í þeirri athygli sem hún vekur heldur er einnig um að ræða fjárhagslegan styrk sem getur numið allt að 400 þúsund krónum.
Það eru einstaklingar eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæ sem geta sótt um styrkinn auk þess sem öll verkefni sem eru sérstaklega framkvæmd með hag íbúa Mosfellsbæjar í huga geta hlotið styrk.