Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. maí 2017

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að ráð­ist verði í kaup og upp­setn­ingu á þrem­ur raf­hleðslu­stöðv­um í Mos­fells­bæ.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur sam­þykkt að ráð­ist verði í kaup og upp­setn­ingu á þrem­ur raf­hleðslu­stöðv­um í Mos­fells­bæ. Stefnt er að upp­setn­ingu hæg­hleðslu­stöðva við íþróttamið­stöðv­arn­ar við Lága­fell og Varmá og við FMOS.

    Hæg­hleðslu­stöðv­arn­ar nýt­ast vel til að bæta á hleðslu raf­magns­bíla starfs­manna, við­skipta­vina í íþróttamið­stöð eða skóla, en full­hleðsla tek­ur nokkr­ar klukku­stund­ir. Þess­ar stað­setn­ing­ar voru vald­ar með það í huga að þær nýtt­ust sem best íbú­um í Mos­fells­bæ, starfs­mönn­um stórra vinnu­staða og feðamönn­um á leið í gegn­um bæ­inn.

    Mos­fells­bær hef­ur hlot­ið styrk frá Orku­sjóði sem mun nægja fyr­ir um helm­ingi þess kostn­að­ar sem fell­ur til.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00