Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. nóvember 2016

    Fjár­hags­áætlun fyr­ir árin 2017-2020 var tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn í gær.

    Fjár­hags­áætlun fyr­ir árin 2017-2020 var tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn í gær. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að rekstr­araf­gang­ur næsta árs verði 201 m.kr. Áætlað er að fram­kvæmd­ir að frá­dregn­um tekj­um af gatna­gerð­ar­gjöld­um nemi 746 millj. kr. og að íbú­um fjölgi um 3,4% milli ára. Þá er gert ráð fyr­ir að tekj­ur nemi 9.542 millj. kr., gjöld fyr­ir fjár­magnsliði nemi 8.331 millj. kr. og fjár­magnslið­ir 653 m.kr.

    Gert er ráð fyr­ir að skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um muni lækka og að skulda­við­mið skv. sveita­stjórn­ar­lög­um verði 106% í árslok 2017 sem er tölu­vert fyr­ir neð­an hið lög­bundna 150% mark skv. sveit­ar­stjórn­ar­lög­um.

    Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in er bygg­ing Helga­fells­skóla en en gert er ráð fyr­ir að um 500 mkr. fari í það verk­efni á ár­inu 2017 og að fyrsti áfangi skól­ans verði tekin í notk­un haust­ið 2018.

    Aukin þjón­usta við barna­fjöl­skyld­ur

    Stefnt er að því að veita veru­leg­um fjár­mun­um til að auka þjón­ustu við eins til tveggja ára börn m.a með því að stofn­að­ar verði sér­stak­ar ung­barna­deild­ir við leik­skóla bæj­ar­ins. Auk þessa er gert ráð fyr­ir því að tón­list­ar­kennsla Lista­skól­ans inni í grunn­skól­un­um verði efld til að fleiri nem­end­ur eigi þess kost að stunda tón­list­ar­nám. Lagt er til að grunn­ur frí­stunda­á­vís­un­ar­inn­ar hækki um 5 þús­und krón­ur og að stofn­un Ung­menna­húss verði veitt braut­ar­gengi í sam­starfi við Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar.

    Fast­eigna­skatt­ar lækka

    Lagt er til að álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda lækki til að koma til móts við þá auknu eign­ar­mynd­un sem átt hef­ur sér stað hjá íbú­um með hækk­un fast­eigna­mats. Al­mennt er ekki gert ráð fyr­ir gjald­skrár­hækk­un­um, t.a.m verða leik­skóla­gjöld óbreytt ann­að árið í röð.

    Áætl­un­in verðu nú unn­in áfram og lögð fram í fag­nefnd­um bæj­ar­ins. Seinni um­ræða fer fram mið­viku­dag­inn 7. des­em­ber næst­kom­andi.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri:
    „Hug­mynd­ir um aukna þjón­ustu við yngstu börn­in hef­ur ver­ið okk­ur of­ar­lega í huga í nokk­urn tíma og ánægju­legt að geta sett fram áætlun um að setja þær hug­mynd­ir í fram­kvæmd. Þar verð­ur um nokkr­ar leið­ir að ræða og lögð áhersla á val­frelsi.Þessi fjár­hags­áætlun ber þess merki að hag­ur sveit­ar­fé­laga er að ein­hverju leiti að vænkast eft­ir mörg erf­ið ár að und­an­förnu. Ánægju­legt er að gert er ráð fyr­ir mörg­um nýj­um verk­efn­um í þess­ari áætlun sem ekki hef­ur ver­ið svigrúm fyr­ir að und­an­förnu. Ég legg þó áherslu á að helsta verk­efni fjár­hags­áætl­un­ar 2017 eru að gera enn bet­ur í grunn- og vel­ferð­ar­þjón­ustu bæj­ar­ins. Því til stuðn­ings má nefna að rúm­lega 80% af heild­ar­út­gjöld­um Mos­fells­bæj­ar er var­ið í rekst­ur skóla­stofn­ana, íþrótta- og tóm­stunda­mál og fé­lags­þjón­ustu.“

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar veita Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri og Aldís Stef­áns­dótt­ir, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, í síma 525-6700.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00