Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. apríl 2017

    Bú­setu- og þjón­ustu­deild Mos­fells­bæj­ar, ásamt þrem­ur bú­setu­kjörn­um í Mos­fells­bæ og Fé­lags­starf­inu á Eir­höm­um eru að inn­leiða þjón­andi leið­sögn (e. “gentle teaching”).

    Bú­setu- og þjón­ustu­deild Mos­fells­bæj­ar, ásamt þrem­ur bú­setu­kjörn­um í Mos­fells­bæ og Fé­lags­starf­inu á Eir­höm­um eru að inn­leiða þjón­andi leið­sögn (e. “gentle teaching”). Hug­mynda­fræð­in bygg­ir á grunn­hug­mynd­um um gagn­kvæm tengsl og að öll séum við háð hvert öðru á einn eða ann­an hátt. Þjón­andi leið­sögn ger­ir kröf­ur til þess að starfs­mað­ur­inn horfi inn á við og nýti það góða sem býr innra með hverj­um manni. Að hann finni leið­ir til að gefa af sér hlýju og um­hyggju í garð ann­arra.

    Þjón­andi leið­sögn bygg­ir á fjór­um grunnstoð­um: að upp­lifa sig ör­ugga(n), að fá um­hyggju og kær­leika,að veita um­hyggju og kær­leika og að vera þátt­tak­andi. Verk­færi hug­mynda­fræð­inn­ar eru fjög­ur: hend­ur okk­ar, orð, augu og nær­vera. Þann­ig nýt­ir starfs­mað­ur­inn sjálf­an sig til þess að sýna um­hyggju og kær­leika í garð þeirra sem hann vinn­ur með. Það ger­ir hann t.d. með því að horfa blíð­lega, tala ró­lega, snerta af nær­gætni, og vera til stað­ar, hér og nú.

    16 manna hóp­ur var í tvo daga, 19. og 20. janú­ar, í þjálf­un hjá Kristni Má Torfa­syni og Arne Friðrik Karls­syni.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00