Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. nóvember 2017

    Fjár­hags­áætlun fyr­ir árin 2018-2021 var tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þann 26. októ­ber sl. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að rekstr­araf­gang­ur næsta árs verði 318 m.kr. Fram­kvæmd­ir að frá­dregn­um tekj­um af gatna­gerð­ar­gjöld­um er áætlað að nemi 1.521 m.kr. og að íbú­um fjölgi um 6% milli ára.

    Fjár­hags­áætlun fyr­ir árin 2018-2021 var tekin til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar þann 26. októ­ber sl. Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir að rekstr­araf­gang­ur næsta árs verði 318 m.kr. Fram­kvæmd­ir að frá­dregn­um tekj­um af gatna­gerð­ar­gjöld­um er áætlað að nemi 1.521 m.kr. og að íbú­um fjölgi um 6% milli ára. Gert er ráð fyr­ir því að tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins nemi 10.550 m.kr., gjöld fyr­ir fjár­magnsliði nemi 9.555 m.kr. og fjár­magnslið­ir 650 m.kr.

    Skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um halda áfram að lækka og verða 99,4% í árslok 2018 sem er um­tals­vert neð­ar en hið lög­bundna 150% mark sem áskil­ið er sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lög­um.

    Þjón­usta efld

     Áfram verð­ur unn­ið að því að auka þjón­ustu við 12-18 mán­aða börn og pláss­um fjölgað um 20 á þeim ung­barna­deild­um sem stofn­að­ar voru við tvo leik­skóla bæj­ar­ins í ár. Lagt er til að frí­stunda­á­vís­un hækki um 23% og gjald­skrár leik­skóla mið­ist við 15 mán­aða ald­ur. Þá verði unn­ið að því að skapa enn betri að­stöðu í skól­um m.a. með því að efla tölvu­kost og aðra að­stöðu í leik- og grunn­skól­um. Einn­ig er lagt til að fjár­hags­að­stoð hækki um 6,5% og sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur auk­ist.

    Fjöl­nota íþrótta­hús byggt að Varmá

    Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in á ár­inu 2018 er bygg­ing Helga­fells­skóla en gert er ráð fyr­ir að um 1.200 m.kr. verði var­ið til þeirr­ar bygg­ing­ar á ár­inu. Mið­að er við að fyrsti áfangi skól­ans verði tekin í notk­un í byrj­un árs 2019. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir því að vinna við und­ir­bún­ing ann­ars áfanga Helga­fells­skóla hefj­ist á næsta ári. Þá er stefnt að því að hefja fram­kvæmd­ir við fjöl­nota íþrótta­hús á ár­inu 2018 og að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2019. Átak verð­ur gert í end­ur­nýj­un gang­stétta í eldri hverf­um og lagt til að fram­lög til við­halds húsa og lóða bæj­ar­ins auk­ist um fjórð­ung. Loks er lagt til að far­ið verði í að­gerð­ir til að hefta út­breiðslu ágengra plantna og unn­ið að mót­un um­hverf­is­stefnu, sam­göngu­stefnu og for­varn­ar­stefnu.

    Lækk­un gjalda

    Álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­gjalda lækka um 11% og al­mennt er ekki gert ráð fyr­ir gjald­skrár­hækk­un­um hjá Mos­fells­bæ og munu þær því lækka að raun­gildi þriðja árið í röð. Lagt er til að fram­lög til af­slátt­ar á fast­eigna­gjöld­um til tekju­lægri eldri borg­ara hækki um fjórð­ung. Gert er ráð fyr­ir hækk­un sorp­hirðu­gjalds um 1.900 kr. milli ára einkum vegna magn­aukn­ing­ar á sorpi.

    Fjár­hags­áætl­un­inni hef­ur nú ver­ið vísað til um­fjöll­un­ar í nefnd­um bæj­ar­ins en gert er ráð fyr­ir því að seinni um­ræða fjár­hags­áætl­un­ar fari fram mið­viku­dag­inn 29. nóv­em­ber næst­kom­andi.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00