Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Súluhöfða, Mosfellsbæ. Um er að ræða nýja götu við Súluhöfða í Höfðahverfi milli núverandi neðsta botnlanga í götunni og golfvallar Golfklúbbs Mosfellsbæjar.
Umhverfissvið Mosfellsbæjar óskar eftir tilboðum í verkið: Gatnagerð í Súluhöfða, Mosfellsbæ.
Um er að ræða nýja götu við Súluhöfða í Höfðahverfi milli núverandi neðsta botnlanga í götunni og golfvallar Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Vakin er athygli á því að aðkoma verktaka liggur í gegnum húsagötu í grónu hverfi og því skal verktaki taka tillit til þess.
Helstu verkþættir:
Helstu verkþættir eru gatnagerð og veitukerfi í Súluhöfða 32-50. Ljúka skal byggingu gatna, gangstíga og leggja í þær vatns-, holræsa- og hitaveitulagnir ásamt heimtaugum, og tengja núverandi veitukerfum.
Helstu magntölur eru:
- Uppúrtekt í götustæði – 5.000 m3
- Uppúrtekt í skurðstæði – 4.500 m3
- Fyllingar og burðarlögn – 3.700 m3
- Fráveitulagnir – 1.450 lm
- Þrýstilögn Ø90 PEH – 120 lm
- Þrýstilögn Ø500 PEH – 300 lm
- Skurðir veitna – 450 lm
- Rif skálabygginga
Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 2019.
Útboðsgögn verða afhent í afgreiðslu bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 2. hæð frá og með klukkan 12:00 á miðvikudeginum 3. október 2018.
Tilboðum skal skilað á sama stað, bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar, eigi síðar en föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 11:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.