Styrktartónleikar Reykjadals verða haldnir í Reykjadal í Mosfellsdalannað kvöld, fimmtudaginn 9. september kl. 20:00. Tónleikarnir verðaundir berum himni.
Styrktartónleikar Reykjadals verða haldnir í Reykjadal í Mosfellsdal annað kvöld, fimmtudaginn 9. september kl. 20:00. Tónleikarnir verða undir berum himni.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur frá árinu 1963 rekið sumar- og helgardvalarstað í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni. Nýverið var ákveðið að sökum niðurskurðar fjárútláta til stofnunarinnar verði ekki hægt að bjóða upp á helgaropnun í vetur. Stuðningsmenn Reykjadals hafa brugðist við með því að hefja söfnun svo hægt sé að hafa opið í vetur. Alls þarf að safna 15 milljónum króna.
Fjöldi þekktra tónlistarmanna munu koma fram á tónleikunum: Diddú, Fjallabræður, Gildran, Hafdís Huld, Bermuda, Hreindís Ylva, Íris Hólm, Dúettinn Hljómur, Moy, Karlakór Kjalnesinga og Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Steindi Jr. og Dóri DNA kynna.
Miðaverð kr. 1.500 og fer miðasala fram á staðnum. Nánari upplýsingar veitir Hulda Jónasdóttir í s. 866 0114.