Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í launavinnslu á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Viðkomandi starfar við launafærslur og eftirlit með tímaskráningu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum launadeildar undir verkstjórn deildarstjóra. Um sumarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
SUMARSTARF
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Mosfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í launavinnslu á bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar. Viðkomandi starfar við launafærslur og eftirlit með tímaskráningu ásamt öðrum tilfallandi verkefnum launadeildar undir verkstjórn deildarstjóra. Um sumarstarf er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Starfsmaður í launadeild skal hafa stúdentspróf og stunda eða hafa stundað nám á háskólastigi í viðskiptafræðum eða sambærilegu námi.
- Umsjón og úrvinnsla launa krefst mikillar nákvæmni. Viðkomandi þarf að vera töluglöggur og nákvæmur í vinnubrögðum og geta starfað undir álagi.
- Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfileika og þjónustulund.
- Góð tölvukunnátta er skilyrði. Þekking á launaforritum æskileg.
- Góð þekking og gott vald á að vinna með excelskjöl er nauðsynleg.
- Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu af launavinnslu.
Umsóknarfrestur er til 02. maí 2016.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos[hjá]mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hrafnhildur Sigurhansdóttir deildarstjóri launadeildar Mosfellsbæjar í síma 525 6700. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.