Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða stuðning við unga fatlaða stúlku og fjölskyldu hennar. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og bíl til umráða. Íslenskukunnátta er skilyrði. Fjöldi vinnustunda eru amk 80 klst í mánuði. Umsóknarfrestur er til 14.mars nk.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni í hlutastarf til að annast stuðning inn á heimili í Mosfellsbæ. Um er að ræða stuðning við unga fatlaða stúlku og fjölskyldu hennar.
Hlý, hress og drífandi manneskja óskast:
Til að aðstoða með börn og bú. Við erum fjögurra manna fjölskylda + hundur sem búum í Mosfellsbæ. Eldri stelpan okkar er 6 ára og stundar hún nám í grunnskóla í Mosfellsbæ. Yngri stelpan okkar er í leikskóla í Reykjavík. Hún er greind með CP, samþætta sjón- og heyrnarskerðingu og þroskahömlun. Hún þarf aðstoð við flest allar athafnir daglegs lífs.
Starfið felst í því að sækja í leikskóla/skóla, almenn heimilisstörf og liðveisla fyrir yngra barnið. Einnig væri frábært ef foreldrar gætu annað slagið brugðið sér af bæ og gert sér dagamun.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og bíl til umráða. Íslenskukunnátta er skilyrði.
Fjöldi vinnustunda eru amk. 80 klst. í mánuði. Mikilvægt er að viðkomandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Á heimili okkar í Mosfellsbæ erum við með 80 m2 íbúð á neðri hæð sem er með sérinngangi og lokað er á milli hæða. Til greina kemur fyrir áhugasama að leigja þá íbúð á hagstæðum kjörum.
Umsóknarfrestur er til 14.mars nk.
Umsókn, ferilskrá og listi yfir meðmælendur ( tveir að lágmarki) skal senda á karen[hjá]festi.is.