Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir liðveitanda inn á heimili fatlaðrar konu í MosfellsbæEkki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en mikilvægt er að umsækjandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir liðveitanda inn á heimili fatlaðrar konu í Mosfellsbæ
Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun, en mikilvægt er að umsækjandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika.
Um er að ræða fjóra tíma á viku að jafnaði. Reynsla af almennum heimilisstörfum og heimilisþrifum er kostur. Einnig væri gott ef viðkomandi hefði bílpróf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Frekari upplýsingar veitir Kristbjörg Hjaltadóttir ráðgjafarþroskaþjálfi á fjölskyldusviði í síma 525-6700 eða á netfangið khjalta@mos.is