Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
26. janúar 2018

    Haust­ið 2017 hófst vinna við að und­ir­búa sókn í upp­lýs­inga- og tækni­mál­um í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Sú vinna bygg­ir á nið­ur­stöð­um vinnu með kenn­ur­um vor­ið 2017 sem kölluð hef­ur ver­ið Veg­vís­ir­inn.

    Haust­ið 2017 hófst vinna við að und­ir­búa sókn í upp­lýs­inga- og tækni­mál­um í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar. Sú vinna bygg­ir á nið­ur­stöð­um vinnu með kenn­ur­um vor­ið 2017 sem kölluð hef­ur ver­ið Veg­vís­ir­inn. Veg­vís­ir­inn er eitt af leið­ar­ljós­um fræðslu- og frí­stunda­sviðs í þeirri um­bóta­vinnu á starfs­um­hverfi grunn­skól­anna sem nú stend­ur yfir. Í Veg­vís­in­um koma skýrt fram ósk­ir frá kenn­ur­um um end­ur­skoð­un fyr­ir­komu­lags á upp­lýs­inga- og tækni­mála skól­anna.

    Þann 23. janú­ar sl. voru stig­in fyrstu skref­in í yf­ir­stand­andi sókn til efl­ing­ar upp­lýs­inga- og tækni­mála í skól­um bæj­ar­ins þeg­ar skól­un­um voru af­hent­ar bæði far­tölv­ur og spjald­tölv­ur. Í fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2018 verð­ur 40 millj­ón­um var­ið til þessa verk­efn­is. 

    Þrjár stoð­ir verk­efn­is­ins

    Verk­efn­ið bygg­ir á þrem stoð­um. Í fyrsta lagi efl­ingu tækni­bún­að­ar skóla­bygg­ing­anna. Í öðru lagi að bæta að­bún­að kenn­ara og nem­enda á svið upp­lýs­inga- og tækni­mála. Og í þriðja lagi að veita stuðn­ing við inn­leið­ingu á fjöl­breytt­ari kennslu­hátt­um. 

    „Meg­in­for­senda þess að upp­lýs­inga- og tækni­mál séu of­ar­lega á baugi í skólastarfi er að starfs­menn skól­anna hafi greið­an að­g­ang að vinnu­tölv­um og að vinnu­um­hverf­ið sé þann­ig úr garði gert að tækni­mál skól­anna styðji við breytta kennslu­hætti og kröf­ur nú­tím­ans.“ seg­ir Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri.

    Mót­un upp­lýs­inga- og tækni­stefnu í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar

    Það er stefna bæj­ar­yf­ir­valda að koma grunn­skól­um í Mos­fells­bæj­ar í fremstu röð á sviði upp­lýs­inga- og tækni­mála. Í sam­starfi við skól­ana verð­ur áfram unn­ið að mót­un stefnu og fram­tíð­ar­sýn­ar til næstu fimm ára á sviði upp­lýs­inga- og tækni­mála. Í kjöl­far­ið verð­ur unn­in að­gerðaráætlun til tveggja ára þar sem með­al ann­ar verð­ur fjallað um kostn­að og út­skipt­ingu á tækni­bún­aði, þró­un­ar- og nýbreytni­verk­efni á sviði upp­lýs­inga- og tækni­mála, sam­vinnu skóla og fræðslu og ráð­gjöf til kenn­ara og nem­enda.

    „Það eru spenn­andi tím­ar framund­an í tækni­heim­in­um og það fer eng­inn í graf­göt­ur með það að þekk­ing á því sviði er mik­il­væg­ur þátt­ur í að gera skól­um mögu­legt að stefna ótrauð­ir inn í fram­tíð­ina.“ seg­ir Linda Udengård fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs Mos­fells­bæj­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00