Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. desember 2022

Eft­ir ein­stak­lega milt haust hef­ur nú held­ur bet­ur kóln­að og því hef­ur auk­ist álag á hita­veit­una.

Sögu­legt hámark greind­ist hjá Veit­um í gær í rennsli hita­veitu enda hafa aldrei fleiri íbúð­ir þarfn­ast hit­un­ar í svo mikl­um kulda. Nú þeg­ar hef­ur ver­ið grip­ið til ým­issa að­gerða til að mæta þess­ari stöðu. Með­al ann­ars hef­ur dælu­geta ver­ið aukin á Reyn­is­vatns­heiði og Veit­ur eru í sam­starfi við Orku nátt­úr­unn­ar um að hækka hitast­ig á heitu vatni sem kem­ur frá virkj­un­um þeirra.

Veit­ur íhuga nú hvort loka þurfi nokkr­um sund­laug­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á næstu dög­um þar sem spáð er áfram­hald­andi kulda í næstu viku. Ef til þess kem­ur yrði það ein­ung­is í nokkra daga á með­an álag­ið er mest. Þetta er gert til létta á flutn­ingi vatns og einn­ig til að minnka álag.

Þær sund­laug­ar sem ver­ið er að skoða að loka vegna áskor­ana í flutn­ings­kerf­um eru Sund­höll Reykja­vík­ur, Vest­ur­bæj­ar­laug, Dals­laug, Suð­ur­bæj­ar­laug og Ás­valla­laug. Veit­ur halda áfram að meta stöð­una og munu upp­lýsa um lok­an­ir ef til þeirra kem­ur.

Veit­ur hvetja fólk til að fara spar­lega með heita vatn­ið

Ekki opna glugg­ann til kæl­inga og gott er að at­huga með þétt­ing­ar á glugg­um og hurð­um. Einn­ig er ráð að tryggja að hita­kerf­ið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pott­inn á allra köld­ustu dög­un­um.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00