Nú nýverið undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samning við Sjúkratryggingar Íslands (SHS) um sjúkraflutninga. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri var formaður samninganefndar slökkviliðsins „Það er gleðiefni að þessi samningur hafi nú verið staðfestur af ráðherrum og Landspítalanum. Þetta hafa verið strangar samningaviðræður og ánægjulegt að búið sé að tryggja sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og rekstrargrundvöll fyrir nýju stöðina í Mosfellsbæ. Þetta er afar mikilvægt öryggisatriði fyrir okkur Mosfellinga,“ segir Haraldur bæjarstjóri.
Nú nýverið undirrituðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samning við Sjúkratryggingar Íslands (SHS) um sjúkraflutninga. Haraldur Sverrisson bæjarstjóri var formaður samninganefndar slökkviliðsins „Það er gleðiefni að þessi samningur hafi nú verið staðfestur af ráðherrum og Landspítalanum. Þetta hafa verið strangar samningaviðræður og ánægjulegt að búið sé að tryggja sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu og rekstrargrundvöll fyrir nýju stöðina í Mosfellsbæ. Þetta er afar mikilvægt öryggisatriði fyrir okkur Mosfellinga,“ segir Haraldur bæjarstjóri.
Glæsilegt húsnæði Slökkviliðsins við Skarhólabraut, sem varla hefur farið framhjá nokkrum Mosfellingi, verður vígð í upphafi næsta árs.
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar tók fyrstu skóflustunguna að nýrri slökkvistöð við Skarhólabraut 1 í Mosfellsbæ ásamt fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS) þann 11. Júní 2013 og má segja að verkinu hafi miðað vel því það hefur tekið um eitt og hálft ár að byggja þessa glæsilegu slökkvistöð. Jáverk vinna að byggingu hússins.
Slökkvistöðin við Skarhólabraut er um 2000 fermetrar að stærð með tvær hæðir og kjallara og er því góð aðstaða fyrir bæði slökkvi- og sjúkrabíla. Ljóst er að með byggingu nýrrar stöðvar í Mosfellsbæ styttist viðbragðstími slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna til muna sem gerir sveitarfélögunum kleift að veita betri þjónustu til bæjarbúa.
Ljm: Sjafnar Gunnarsson