Drengir úr 4. bekk í Krikaskóla skrifuðu á dögunum bréf til bæjarstjórans í Mosfellsbæ og báðu um að fá „Brassavöll“. Um er að ræða lítinn battavöll sem hægt er að spila fótbolta á.
Drengir úr 4. bekk í Krikaskóla skrifuðu á dögunum bréf til bæjarstjórans í Mosfellsbæ og báðu um að fá „Brassavöll“. Um er að ræða lítinn battavöll sem hægt er að spila fótbolta á. Drengirnir heita Vésteinn Logi, Jökull Ari, Stormur, Sölvi Geir og Eyþór.
Samkvæmt heimildum blaðsins hefur beiðni drengjanna verið vel tekið og eiga þeir von á svari frá bæjarstjóranum von bráðar. Bæjarráð Mosfellsbæjar heimsótti alla skóla og stofnanir í síðustu viku og hittu því bréfritarar Harald bæjarstjóra þar sem farið var yfir málin.