Í haust tekur til starfa útibú frá Varmárskóla í Brúarlandi. Skólavist í Brúarlandi verður valkvæð fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk Varmárskóla. Tekið verður á móti 35-40 nemendum í haust. Starfsemin er fyrsta skrefið í stofnun á nýjum skóla sem mun rísa í Helgafellslandi. Stefnt er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla haustið 2018. Spennandi tímar eru því framundan fyrir landnema í Helgafellslandi.
Í haust tekur til starfa útibú frá Varmárskóla í Brúarlandi. Skólavist í Brúarlandi verður valkvæð fyrir nemendur í fyrsta og öðrum bekk Varmárskóla. Tekið verður á móti 35-40 nemendum í haust. Starfsemin er fyrsta skrefið í stofnun á nýjum skóla sem mun rísa í Helgafellslandi. Stefnt er að því að hefja skólastarf í Helgafellsskóla haustið 2018. Spennandi tímar eru því framundan fyrir landnema í Helgafellslandi.
Þórdís Eik Friðþjófsdóttir, starfandi kennari við Varmárskóla, hefur verið ráðin til að stýra starfinu í Brúarlandi. Þórdís er reynslumikill kennari á yngsta stigi. Starfsemi í Brúarlandi mun byggja á skólastefnu- námskrá og skóladagatali Varmárskóla. Þar verður boðið upp á heildstæðan skóladag, stoðþjónustu, mötuneyti og frístund. Samvinna verður á milli bekkjardeilda í Brúarlandi og Varmárskóla þar sem nemendur fara saman í íþróttir og nýta útikennslusvæðið. Einnig er lagt upp með fyrst í stað að halda helstu hátíðir sameiginlegar eins og jólaskemmtanir, öskudag og vorhátíð.
Brúarland er sögufrægt hús í Mosfellsbæ en þar hefur verið starfræktur skóli í áratugi. Unnið hefur verið að endurbótum á aðstöðunni bæði inni og úti til að taka á móti ungum nemendum. Um helgina verður auglýst útboð vegna framkvæmda á skólalóðinni.
Boðið verður upp á opið hús fimmtudaginn 7. apríl kl. 18-20 í Brúarlandi. Þar verður skólastarfið kynnt og foreldrum boðið að hitta skólastjórnendur og skoða aðstöðuna.
Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við Þórönnu skólastjóra (thoranna[hjá]varmarskoli.is) eða Þórdísi Eik (thordiseik[hjá]varmarskoli.is) ef einhverjar spurningar vakna.