Á dögunum hleypti mennta og menningarmálaráðherra af stokkunum þjóðarsáttmála um læsi barna. Markmið átaksins er að öll börn sem hafa getu til þess, geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. En hvað getum við gert til þess að ná þessum markmiðum? Nokkuð ljóst er að heimilin og skólarnir þurfa að snúa bökum saman og besta leiðin er aukið samstarf þarna á milli.
Á dögunum hleypti mennta og menningarmálaráðherra af stokkunum þjóðarsáttmála um læsi barna. Markmið átaksins er að öll börn sem hafa getu til þess, geti lesið sér til gagns við lok grunnskóla. En hvað getum við gert til þess að ná þessum markmiðum? Nokkuð ljóst er að heimilin og skólarnir þurfa að snúa bökum saman og besta leiðin er aukið samstarf þarna á milli.
Lestrarþjálfun barna byrjar löngu áður en þau byrja í skóla og börn eru snemma mótuð af læsismenningunni á þeirra heimili. Ekki er bara mikilvægt að það sé lesið fyrir barnið heldur hefur það einnig áhrif að barn sjái þá sem búa á heimilinu lesa. Barn sem hefur vanist umgengni bóka og hefur jákvætt viðhorf til bókalesturs er líklegra til að hafa áhuga á bókum og ná góðum árangri í lestrarnámi sínu.
Foreldrar þurfa að vera tilbúnir til að sinna lestrarkennslu barna sinna vel og af áhuga. Skólinn kennir barninu að lesa og þar fer þjálfun fram en skólinn nær aldrei þeirri einstaklingsþjónustu sem barn getur fengið heimafyrir. Þar geta foreldrar átt ánægjulega stund með barninu sínu þar sem er lesið og textinn skoðaður.
Ýmsum aðferðum er hægt að beita til að gera heimalesturinn áhugaverðan og þar ættu foreldrar að vera óhræddir við að nota innsæið og ímyndunaraflið. Alltaf er hægt að setja sig í samband við skóla barnsins til að fá frekari hugmyndir.
Mikilvægt er að barnið hafi val um hvaða bækur það les og aðgang að fjölbreyttum texta bæði heima og í skólanum.
Textinn þarf að hæfa lestrargetu barnsins og höfða til áhuga þess sem eykur það líkurnar margfalt á að barn muni lesa sér til ánægju.
Ekki vera hrædd við að setja ykkur í samband við skóla barna ykkar því þar eru sérfræðingar í lestri en þið eruð sérfræðingar í ykkar barni og með þessu samstarfi hlýtur að nást besti árangurinn.