Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. október 2015

    Á dög­un­um hleypti mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra af stokk­un­um þjóð­arsátt­mála um læsi barna. Markmið átaks­ins er að öll börn sem hafa getu til þess, geti les­ið sér til gagns við lok grunn­skóla. En hvað get­um við gert til þess að ná þess­um mark­mið­um? Nokk­uð ljóst er að heim­ilin og skól­arn­ir þurfa að snúa bök­um sam­an og besta leið­in er auk­ið sam­st­arf þarna á milli.

    Á dög­un­um hleypti mennta og menn­ing­ar­mála­ráð­herra af stokk­un­um þjóð­arsátt­mála um læsi barna. Markmið átaks­ins er að öll börn sem hafa getu til þess, geti les­ið sér til gagns við lok grunn­skóla. En hvað get­um við gert til þess að ná þess­um mark­mið­um? Nokk­uð ljóst er að heim­ilin og skól­arn­ir þurfa að snúa bök­um sam­an og besta leið­in er auk­ið sam­st­arf þarna á milli.

    Lestr­ar­þjálf­un barna byrj­ar löngu áður en þau byrja í skóla og börn eru snemma mót­uð af læsis­menn­ing­unni á þeirra heim­ili. Ekki er bara mik­il­vægt að það sé les­ið fyr­ir barn­ið held­ur hef­ur það einn­ig áhrif að barn sjái þá sem búa á heim­il­inu lesa. Barn sem hef­ur van­ist um­gengni bóka og hef­ur já­kvætt við­horf til bóka­lest­urs er lík­legra til að hafa áhuga á bók­um og ná góð­um ár­angri í lestr­ar­námi sínu.

    For­eldr­ar þurfa að vera til­bún­ir til að sinna lestr­ar­kennslu barna sinna vel og af áhuga. Skól­inn kenn­ir barn­inu að lesa og þar fer þjálf­un fram en skól­inn nær aldrei þeirri ein­stak­lings­þjón­ustu sem barn get­ur feng­ið heima­fyr­ir. Þar geta for­eldr­ar átt ánægju­lega stund með barn­inu sínu þar sem er les­ið og text­inn skoð­að­ur.

    Ýms­um að­ferð­um er hægt að beita til að gera heima­lest­ur­inn áhuga­verð­an og þar ættu for­eldr­ar að vera óhrædd­ir við að nota inn­sæ­ið og ímynd­un­ar­afl­ið. Alltaf er hægt að setja sig í sam­band við skóla barns­ins til að fá frek­ari hug­mynd­ir.

    Mik­il­vægt er að barn­ið hafi val um hvaða bæk­ur það les og að­g­ang að fjöl­breytt­um texta bæði heima og í skól­an­um.

    Text­inn þarf að hæfa lestr­ar­getu barns­ins og höfða til áhuga þess sem eyk­ur það lík­urn­ar marg­falt á að barn muni lesa sér til ánægju.

    Ekki vera hrædd við að setja ykk­ur í sam­band við skóla barna ykk­ar því þar eru sér­fræð­ing­ar í lestri en þið eruð sér­fræð­ing­ar í ykk­ar barni og með þessu sam­starfi hlýt­ur að nást besti ár­ang­ur­inn.

    Þórdís Eik Frið­þjófs­dótt­ir,
    for­eldri.
    Skóla­skrif­stofa mos­fells­bæj­ar
    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00