Skólahljómsveit Mosfellsbæjar lenti í 3ja sæti í úrslitakeppni Rásar 2 sem haldin var vegna 70 ára afmælis John Lennons eins og frægt er orðið.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar lenti í 3ja sæti í úrslitakeppni Rásar 2 sem haldin var vegna 70 ára afmælis John Lennons eins og frægt er orðið. Skólahljómsveitin tók upp lagið Imagine og fjórar stelpur úr hljómsveitinni sungu með.
Í lýsingu Rásar 2 segir m.a um flutning hljómsveitarinnar: “Í þriðja sæti var svo skemmtilegur og fallegur flutningur Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar á laginu Imagine, undir stjórn Daða Þórs Einarssonar, en í sveitinni eru á fjórða tug ungra tónlistarmanna úr Mosfellsbæ”.
Yfir 100 lög voru send í keppnina og voru 12 þeirra valin til að keppa til úrslita
Skólahljómsveitin þakkar öllum þeim sem studdu hana í keppninni en innsend atkvæði giltu sem helmingur á móti atkvæðum dómnefndar. Í verðalun hlýtur Skólahljómsveitin ferð fyrir allan hópinn út í Viðey.
Hér er hægt að hlusta á lagið Imagine eftir John Lennon http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/