Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er komin í 12 laga úrslitakeppni á Rás 2. Tilefnið er að John Lennon hefði orðið 70 ára núna 9. október og var efnt til keppni um flutning á einhverju lagi Lennons.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er komin í 12 laga úrslitakeppni á Rás 2. Tilefnið er að John Lennon hefði orðið 70 ára núna 9. október og var efnt til keppni um flutning á einhverju lagi Lennons. Skólahljómsveitin tók upp lagið Imagine í síðustu viku og fjórar stelpur úr hljómsveitinni sungu með.
Yfir 100 lög voru send í keppnina og voru valin 12 lög sem keppa til úrslita og er kemur flutningur Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar sterkur inn svo vitnað sé í dagskrármann morgunútvarps Rásar 2 í morgun.
Hvetjum nú Mosfellinga til að fara inn á vefinn sem er hér fyrir neðan og kjósum okkar fólk.
Hér er hægt að hlusta á lagið Imagine eftir John Lennon.
http://vefir.ruv.is/poppland/besta_lennon_koverlagid/
Nú er bara að hlusta og kjósa. Kosning hefst í dag kl. 10.00 og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 7. október. Úrslit verða síðan kynnt daginn eftir, föstudaginn 8. október.