Tekið er á móti nýjum umsóknum í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fyrir næsta skólaár til 10. júní 2016. Umsóknir sendist á netfangið: skomos@ismennt.is. Í skólahljómsveitinni er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Hægt er að nota frístundaávísun til að greiða þátttökugjaldið. Einnig er hægt er að skila inn umsóknum allt árið vegna yfirstandandi skólaárs hverju sinni.
Tekið er á móti nýjum umsóknum í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fyrir næsta skólaár til 10. júní 2016
Umsóknir sendist á netfangið: skomos@ismennt.is
Einnig er hægt er að skila inn umsóknum allt árið vegna yfirstandandi skólaárs hverju sinni.
Námsgjöld – haustönn 2016
Í skólahljómsveitinni er kennt á öll helstu málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverkshljóðfæra. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum. Hægt er að nota frístundaávísun til að greiða þátttökugjaldið.
Námsgjöld fyrir haustönn 2016 eru kr 16.460.- og hljóðfæragjald kr 2.100.- kr fyrir önnina.
Hvaða aldur: Tekið er við umsóknum frá nemendum sem hefja nám í 3. bekk. Þeir nemendur hafa flesti fengið grunn í blokk-flautuleik og hafa einnig fengið fullorðinstennur sem er kostur. Nemendur í 2. bekk geta í líka sótt um nám og komast að um leið ef pláss losnar. Eldri nemendur geta líka sótt um nám og er hver umsókn skoðuð sérstaklega.
Hvar er kennt: Kennt í Lágafellsskóla, Krikaskóla og Varmárskóla. Allar hljómsveitaræfingar fara fram í Varmárskóla en þar er hljómsveitin með aðal aðsetur.
Metnaðarfullt hljóðfæranám hjá úrvalskennurum
Í skólahljómsveitum er boðið upp á metnaðarfullt hljóðfæranám með vel menntuðum og reynslumiklum kennurum. Við Skólahljómsveitina starfa 6 kennarar og er kennt á öll helstu blásturshljóðfæri sem notuð eru í lúðrasveitum.
Aðaláhersla á samspil
Mikilvægt er að nemendur sem hefja nám í skólahljómsveit geri sér grein fyrir því að aðaláherslan er á samspil og að allir nemendur eiga að taka virkan þátt í æfingum sveitanna og tónleikahaldi. Í einkatímum fá nemendur kennslu og þjálfun í að spila á sitt hljóðfæri. Flestir nemendur fá sína spilatíma á skólatíma ef mögulegt er að koma því við.
Um leið og umsókn berst á netfangið skomos@ismennt.is þá sendum við til baka „Handbók“ og umsóknarblað til frekari útfyllingar.
Meginmarkmið Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar er að efla hæfni, þekkingu og þroska nemenda í tónlist með hljómsveitarstarfi og styðja við tónlistaruppeldi nemenda sinna í samstarfi við skólana.