Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
9. maí 2016

    Tek­ið er á móti nýj­um um­sókn­um í Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar fyr­ir næsta skóla­ár til 10. júní 2016. Um­sókn­ir send­ist á net­fang­ið: skomos@is­mennt.is. Í skóla­hljóm­sveit­inni er kennt á öll helstu málm- og tré­blást­urs­hljóð­færi auk slag­verks­hljóð­færa. Hægt er að leigja hljóð­færi hjá sveit­un­um. Hægt er að nota frí­stunda­á­vís­un til að greiða þátt­töku­gjald­ið. Einn­ig er hægt er að skila inn um­sókn­um allt árið vegna yf­ir­stand­andi skóla­árs hverju sinni.

    Tek­ið er á móti nýj­um um­sókn­um í Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar fyr­ir næsta skóla­ár til 10. júní 2016
    Um­sókn­ir send­ist á net­fang­ið: skomos@is­mennt.is
    Einn­ig er hægt er að skila inn um­sókn­um allt árið vegna yf­ir­stand­andi skóla­árs hverju sinni.

    Náms­gjöld – haustönn 2016

    Í skóla­hljóm­sveit­inni er kennt á öll helstu málm- og tré­blást­urs­hljóð­færi auk slag­verks­hljóð­færa. Hægt er að leigja hljóð­færi hjá sveit­un­um. Hægt er að nota frí­stunda­á­vís­un til að greiða þátt­töku­gjald­ið.

    Náms­gjöld fyr­ir haustönn 2016 eru kr 16.460.- og hljóð­færa­gjald kr 2.100.- kr fyr­ir önn­ina.

    Hvaða ald­ur: Tek­ið er við um­sókn­um frá nem­end­um sem hefja nám í 3. bekk. Þeir nem­end­ur hafa flesti feng­ið grunn í blokk-flautu­leik og hafa einn­ig feng­ið full­orð­in­stenn­ur sem er kost­ur. Nem­end­ur í 2. bekk geta í líka sótt um nám og kom­ast að um leið ef pláss losn­ar. Eldri nem­end­ur geta líka sótt um nám og er hver um­sókn skoð­uð sér­stak­lega.

    Hvar er kennt: Kennt í Lága­fells­skóla, Krika­skóla og Varmár­skóla. All­ar hljóm­sveitaræf­ing­ar fara fram í Varmár­skóla en þar er hljóm­sveit­in með aðal að­set­ur.

    Metn­að­ar­fullt hljóð­færa­nám hjá úr­vals­kenn­ur­um
    Í skóla­hljóm­sveit­um er boð­ið upp á metn­að­ar­fullt hljóð­færa­nám með vel mennt­uð­um og reynslu­mikl­um kenn­ur­um. Við Skóla­hljóm­sveit­ina starfa 6 kenn­ar­ar og er kennt á öll helstu blást­urs­hljóð­færi sem not­uð eru í lúðra­sveit­um.

    Að­aláhersla á sam­spil
    Mik­il­vægt er að nem­end­ur sem hefja nám í skóla­hljóm­sveit geri sér grein fyr­ir því að að­aláhersl­an er á sam­spil og að all­ir nem­end­ur eiga að taka virk­an þátt í æf­ing­um sveit­anna og tón­leika­haldi. Í einka­tím­um fá nem­end­ur kennslu og þjálf­un í að spila á sitt hljóð­færi. Flest­ir nem­end­ur fá sína spila­tíma á skóla­tíma ef mögu­legt er að koma því við.
    Um leið og um­sókn berst á net­fang­ið skomos@is­mennt.is þá send­um við til baka „Hand­bók“ og um­sókn­ar­blað til frek­ari út­fyll­ing­ar.

    Meg­in­markmið Skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar er að efla hæfni, þekk­ingu og þroska nem­enda í tónlist með hljóm­sveit­ar­starfi og styðja við tón­list­ar­upp­eldi nem­enda sinna í sam­starfi við skól­ana.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00