Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2018

    Mos­fells­bær er í hópi 10 sveit­ar­fé­laga sem hafa tek­ið þá góðu ákvörð­un að all­ar möpp­ur og plast­vas­ar sem not­uð verða í grunn­skól­um sveit­ar­fé­lag­anna næsta vet­ur verði fram­leidd inn­an­lands, á Múla­lundi vinnu­stofu SÍBS, í stað þess að vera flutt inn frá út­lönd­um.

    Mos­fells­bær er í hópi 10 sveit­ar­fé­laga sem hafa tek­ið þá góðu ákvörð­un að all­ar möpp­ur og plast­vas­ar sem not­uð verða í grunn­skól­um sveit­ar­fé­lag­anna næsta vet­ur verði fram­leidd inn­an­lands, á Múla­lundi vinnu­stofu SÍBS, í stað þess að vera flutt inn frá út­lönd­um.
    Alls er um að ræða 40 þús­und möpp­ur og 20 þús­und plast­vasa fyr­ir 10 þús­und nem­end­ur um allt land.

    Þessi ákvörð­un hef­ur margt já­kvætt í för með sér, að sögn Sig­urð­ar Vikt­ors fram-kvæmda­stjóra Múla­lund­ar.

    „Hún skap­ar hundruð klukku­stunda vinnu fyr­ir fólk með skerta starfs­orku. Nú þeg­ar höf­um við bætt við okk­ur ein­stak­ling­um sem ann­ars hefðu ver­ið án vinnu. Þar af er ein­mitt einn Mos­fell­ing­ur sem nú hef­ur feng­ið var­an­legt starf hjá okk­ur. Við áætl­um að möpp­urn­ar okk­ar end­ist í 3-5 ár sem dreg­ur úr plast­notk­un sveit­ar­fé­lag­anna um allt að 6 tonn. Þetta eru ein­ung­is nokkr­ir kost­ir þess að velja ís­lenska fram­leiðslu og þar að auki úr heima­byggð.“

    Starfs­fólk Múla­lund­ar vinnu­stofu SÍBS vill koma á fram­færi þakklæti til sveit­ar­fé­lag­anna tíu sem ákveð­ið hafa að nýta vör­urn­ar frá Múla­lundi í sínu skólastarfi. Mos­fell­ing­ar eru hvatt­ir til að kíkja við í verslun Múla­lund­ar eða á vef­versl­un­ina á mula­lund­ur.is.

    Frétt frá mos­fell­ing­ur.is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00