Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. desember 2016

    Fyrsta skóflu­stunga að nýj­um leik- og grunn­skóla í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ verð­ur tekin mið­viku­dag­inn 7. des­em­ber klukk­an 13.00. Skóflu­stung­una taka vænt­an­leg­ir nem­end­ur skól­ans sem stunda nú nám í Brú­ar­landi. Þeim til halds og trausts verða bæj­ar­full­trú­ar í Mos­fells­bæ.

    Fyrsta skóflu­stunga að nýj­um leik- og grunn­skóla í Helga­fells­hverfi í Mos­fells­bæ verð­ur tekin mið­viku­dag­inn 7. des­em­ber klukk­an 13.00. Skóflu­stung­una taka vænt­an­leg­ir nem­end­ur skól­ans sem stunda nú nám í Brú­ar­landi. Þeim til halds og trausts verða bæj­ar­full­trú­ar í Mos­fells­bæ.

    Bygg­ing skól­ans verð­ur stærsta ein­staka fram­kvæmd sveit­ar­fé­lags­ins á næstu miss­er­um. Heild­ar­stærð húss­ins verð­ur um 7300 fm og áætl­að­ur bygg­ing­ar­kostn­að­ur um 3500 millj­ón­ir. Skól­inn verð­ur byggð­ur í fjór­um áföng­um og áætlan­ir gera ráð fyr­ir að fyrsti áfangi verði tekin í notk­un haust­ið 2018. Upp­bygg­ing­ar­hraði mun að ein­hverju leyti taka mið af upp­bygg­ingu hverf­is­ins. Gef­in hafa ver­ið út um 400 bygg­ing­ar­leyfi í Helga­fellslandi það sem af er ári. Hverf­ið bygg­ist því upp á mikl­um hraða um þess­ar mund­ir.

    Í lok fram­kvæmd­ar er gert ráð fyr­ir að í skól­an­um verði 600 börn á grunn­skóla­aldri og 110 börn á leik­skóla­aldri. Fjöldi starfs­manna verði því um 130.

    Yrki arki­tekt­ar sjá um hönn­un skól­ans. Einn­ig hef­ur ver­ið sam­ið við verk­taka­fyr­ir­tæk­ið Kar­ina ehf um jarð­vinnu.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar gef­ur Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri í síma 862 0012.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00