Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. september 2023

Í tengsl­um við samn­ing á milli Mos­fells­bæj­ar, Skála­túns og Jöfn­un­ar­sjóðs um þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar við 33 íbúa Skála­túns var jafn­framt sam­þykkt að stofn­uð yrði sjálf­seigna­stofn­un um rekst­ur fast­eigna Skála­túns.

Mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið skip­aði tvo full­trúa í sjálf­seigna­stofn­un­ina, þau Harald Lín­dal Har­alds­son sem jafn­framt er formað­ur og Þor­björgu Helgu Vig­fús­dótt­ur. Mos­fells­bær til­efndi Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra í stjórn­ina.

Framsal lóð­ar­rétt­inda til sjálf­seigna­stofn­un­ar­inn­ar frá IOGT, sem rak Skála­tún um ára­tuga skeið var bund­ið þeirri kvöð að fram­tíð­ar­upp­bygg­ing á svæð­inu verði ein­ung­is í þágu hags­muna barna og fjöl­skyldna auk þess sem frek­ari tak­mark­an­ir eru á framsali lands­ins. Sú upp­bygg­ing sem stefnt er að fel­ur í sér að að­il­ar sem veita börn­um og fjöl­skyld­um þjón­ustu, stofn­an­ir rík­is­ins, fé­laga­sam­tök og að­r­ir að­il­ar verði stað­sett­ir á sama svæð­inu. Mark­mið­ið með því er að auka sam­st­arf og sam­tal milli að­ila, sam­nýta yf­ir­bygg­ingu, lækka rekstr­ar­kostn­að og bæta að­gengi fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur að þjón­ustu mis­mun­andi að­ila á sama stað. Þá stend­ur einn­ig til að leita leiða til þess að veita aukna og sam­þætta þjón­ustu til þeirra barna sem glíma við fjöl­þætt­an vanda og þurfa á mikl­um stuðn­ingi að halda.

Að sögn Regínu Ás­valds­dótt­ur bæj­ar­stjóra eru sól­ar­lags­ákvæði í samn­ing­un­um þess efn­is að nú­ver­andi íbú­ar á Skála­túni geti búið áfram í þeim bú­setu­kjörn­um sem hafa ver­ið upp­byggð­ir, þrátt fyr­ir und­ir­bún­ing að fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu á svæð­inu.

Á mynd­inn má sjá stjórn sjálf­seign­ar­stofn­un­ar­inn­ar þau Harald Lín­dal Har­alds­son, Þor­björgu Helgu Vig­fús­dótt­ur og Regínu Ás­valds­dótt­ur þeg­ar þau heim­sóttu all­ar ein­ing­ar á Skála­túni í fylgd með stjórn­end­um á vel­ferð­ar­sviði Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00